Krotað á eyðibýlið Dagverðará: „Ömurlegt að fólk sýni ekki gömlum minjum virðingu“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. ágúst 2015 18:43 Óhætt er að segja að veggjakrotið sé ákveðið stílbrot. mynd/Stefán Ingvar Guðmundsson Óánægju gætir meðal íbúa á Snæfellsnesi, og víðar, eftir að ferðalangar spreyjuðu skreyttu gamla eyðibýlið að Dagverðará. Margir bera mikinn hlýhug til jarðarinnar og hússins meðal annars vegna þáttar refaskyttunnar Þórðar á Dagverðareyri. „Þetta utan á húsinu er glænýtt og ömurlega ljótt,“ segir Stefán Ingvar Guðmundsson einn þeirra sem ann staðnum. „Það hefur verið minniháttar veggjakrot inni í húsinu í langan tíma en þetta er miklu meira en hefur verið.“ Húsið hefur verið í eyði frá sjöunda áratug þessarar aldar og hefur talsvert látið á sjá eftir barning af hendi náttúrunnar. Til að mynda fauk þakið af því fyrir fáeinum árum og í raun stendur ekki margt annað eftir en steinninn. Jörðin hefur verið til sölu frá árinu 2011 en helmingur hennar er í einkaeigu en hinn helmingurinn í eigu ríkisins. Að norðan og vestan markast jörðin af Snæfellsjökulsþjóðgarði. Margir tengja jörðina og húsið við Þórð Halldórsson refaskyttu sem ávallt kenndi sig við bæinn. Meðal annars er til Hollvinafélag Þórðar á Dagverðará og í fyrra var frumsýnd heimildarmynd um æviskeið hans. „Þetta krot utan á er alveg nýtt. Vinkona mín var þarna í síðustu viku og þá var þetta ekki að sjá þannig þetta hefur komið um helgina. Það virðast vera einhver Chris og Lena sem hafa gert þetta því þau hafa merkt sér krotið. Þetta er alveg ömurlegt að fólk geti ekki sýnt náttúrunni og gömlum minjum virðingu,“ segir Stefán Ingvar. Ólína Gunnlaugsdóttir sér um Samkomuhúsið á Arnarstapa en langaamma og langaafi hennar bjuggu á jörðinni auk afa hennar og ömmu. „Margir ferðalangar lögðu leið sína á Dagverðará og þangað var gott að koma. Ég hugsa það sé þess vegna sem húsið og jörðin skipar þennan sess í hugum margra,“ segir hún og bætir við „að húsið hafi verið eins konar táknmynd fyrir gamla tímann sem aldrei kemur aftur. Það eru ekki það mörg hús frá þessum tíma sem enn standa upprétt.“ Ólína starfar í ferðaþjónustu en hún merkir ekki aukna vanvirðingu ferðamanna gegn náttúru og minjum landsins í takt við aukinn ferðamannastraum. „Þetta þekktist þegar ferðamenn voru færri og þetta þekkist enn. Það er misjafn sauður í mörgu fé.“ Viðmælendur Vísis segja að komið hafi upp hugmyndir um að taka til hendinni á Dagverðareyri en það hafi aldrei komist lengra en á það stig. Jörðin sé þekkt fyrir að ýmsar kynjaverur lifi þar en óvíst er hvað bíði íbúa hennar. „Það er steinn í túni þarna þar sem huldufólk lifir með þrjú börn og skammt frá sjónum býr dvergur. Það eru líka til margar sögur af draugagangi á jörðinni,“ segir Ólína en hún telur ekki að Chris og Lena verði hundelt af vættum. „Ég efa það. Þetta eru bestu skinn en maður veit þó aldrei.“Ítrekað hefur verið krotað inn í húsinu en þetta er í fyrsta skipti sem svo stórt krot er utan á því.mynd/stefán ingvar guðmundsson Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðasumarið við Snæfellsjökul: Eltu GPS-leiðbeiningar í rangan þjóðgarð Guðbjörg Gunnarsdóttir þjóðgarðsvörður segir sumarið hafa gengið vel og ferðamenn gefa mikið til baka. 26. júlí 2015 10:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Óánægju gætir meðal íbúa á Snæfellsnesi, og víðar, eftir að ferðalangar spreyjuðu skreyttu gamla eyðibýlið að Dagverðará. Margir bera mikinn hlýhug til jarðarinnar og hússins meðal annars vegna þáttar refaskyttunnar Þórðar á Dagverðareyri. „Þetta utan á húsinu er glænýtt og ömurlega ljótt,“ segir Stefán Ingvar Guðmundsson einn þeirra sem ann staðnum. „Það hefur verið minniháttar veggjakrot inni í húsinu í langan tíma en þetta er miklu meira en hefur verið.“ Húsið hefur verið í eyði frá sjöunda áratug þessarar aldar og hefur talsvert látið á sjá eftir barning af hendi náttúrunnar. Til að mynda fauk þakið af því fyrir fáeinum árum og í raun stendur ekki margt annað eftir en steinninn. Jörðin hefur verið til sölu frá árinu 2011 en helmingur hennar er í einkaeigu en hinn helmingurinn í eigu ríkisins. Að norðan og vestan markast jörðin af Snæfellsjökulsþjóðgarði. Margir tengja jörðina og húsið við Þórð Halldórsson refaskyttu sem ávallt kenndi sig við bæinn. Meðal annars er til Hollvinafélag Þórðar á Dagverðará og í fyrra var frumsýnd heimildarmynd um æviskeið hans. „Þetta krot utan á er alveg nýtt. Vinkona mín var þarna í síðustu viku og þá var þetta ekki að sjá þannig þetta hefur komið um helgina. Það virðast vera einhver Chris og Lena sem hafa gert þetta því þau hafa merkt sér krotið. Þetta er alveg ömurlegt að fólk geti ekki sýnt náttúrunni og gömlum minjum virðingu,“ segir Stefán Ingvar. Ólína Gunnlaugsdóttir sér um Samkomuhúsið á Arnarstapa en langaamma og langaafi hennar bjuggu á jörðinni auk afa hennar og ömmu. „Margir ferðalangar lögðu leið sína á Dagverðará og þangað var gott að koma. Ég hugsa það sé þess vegna sem húsið og jörðin skipar þennan sess í hugum margra,“ segir hún og bætir við „að húsið hafi verið eins konar táknmynd fyrir gamla tímann sem aldrei kemur aftur. Það eru ekki það mörg hús frá þessum tíma sem enn standa upprétt.“ Ólína starfar í ferðaþjónustu en hún merkir ekki aukna vanvirðingu ferðamanna gegn náttúru og minjum landsins í takt við aukinn ferðamannastraum. „Þetta þekktist þegar ferðamenn voru færri og þetta þekkist enn. Það er misjafn sauður í mörgu fé.“ Viðmælendur Vísis segja að komið hafi upp hugmyndir um að taka til hendinni á Dagverðareyri en það hafi aldrei komist lengra en á það stig. Jörðin sé þekkt fyrir að ýmsar kynjaverur lifi þar en óvíst er hvað bíði íbúa hennar. „Það er steinn í túni þarna þar sem huldufólk lifir með þrjú börn og skammt frá sjónum býr dvergur. Það eru líka til margar sögur af draugagangi á jörðinni,“ segir Ólína en hún telur ekki að Chris og Lena verði hundelt af vættum. „Ég efa það. Þetta eru bestu skinn en maður veit þó aldrei.“Ítrekað hefur verið krotað inn í húsinu en þetta er í fyrsta skipti sem svo stórt krot er utan á því.mynd/stefán ingvar guðmundsson
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðasumarið við Snæfellsjökul: Eltu GPS-leiðbeiningar í rangan þjóðgarð Guðbjörg Gunnarsdóttir þjóðgarðsvörður segir sumarið hafa gengið vel og ferðamenn gefa mikið til baka. 26. júlí 2015 10:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Ferðasumarið við Snæfellsjökul: Eltu GPS-leiðbeiningar í rangan þjóðgarð Guðbjörg Gunnarsdóttir þjóðgarðsvörður segir sumarið hafa gengið vel og ferðamenn gefa mikið til baka. 26. júlí 2015 10:30