Halldóra Geirharðs: „Ég yrði frábær forseti“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. ágúst 2015 15:45 Halldóra Geirharðsdóttir fór á kostum í ræðu sinni á Grímunni í sumar. Vísir/Andri Marinó Leikkonan og leikstjórinn Halldóra Geirharðsdóttir hefur um nóg annað að hugsa þessa dagana en mögulegt forsetaframboð. Stofnaður var hópur á Facebook í gær þar sem skorað er á Halldóru að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Halldóra segist í samtali við Vísi hafa séð umræddan hóp á Facebook. Hún komi hvergi nálægt honum en gruni þó hver hafi stofnað hann. Á þriðja hundrað manns eru í hópnum þegar þetta er skrifað. „Ég er aðallega að hugsa um tíu kílómetrana á laugardaginn,“ segir Halldóra en mæðgurnar Halldóra og Steiney Skúladóttir eru sem kunnugt er andlit Reykjavíkurmaraþonsins í ár. Á laugardaginn verður hún sömuleiðis í hlutverki Barböru trúðs á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands þar sem Tobbi Túba er á dagskrá. „Ég hugsa því mest um að skaða ekki á mér hnén í vikunni og hafa eitthvað skemmtilegt að segja við þá sem koma á tónleikana.“Halldóra útilokar ekki framboð.Vísir/GVABergþór og Ólafur mögulega í framboðForsetakosningar fara fram vorið 2016. Þá mun Ólafur Ragnar Grímsson hafa lokið fimmta kjörtímabili sínu. Hann neitar að gefa upp hvort hann ætli að halda áfram en boðar svör í nýársávarpi sínu. Söngvarinn Bergþór Pálsson hefur upplýst að hann velti fyrir sér að bjóða sig fram. Þá hefur verið skorað á Pawel Bartoszek í framboð en Jón Gnarr hefur sagst ekki vilja verða forseti og þurfa að standa andspænis „frekar karlinum.“ Aðspurð um embættið og hvort hún hafi velt því fyrir sér viðurkennir Halldóra það. Hún útskýrir að auðvitað verði maður að velta því fyrir sér, annars muni ekkert breytast í heiminum.Við viljum Halldóru Geirharðsdóttur, leikkonu, sem forseta Íslands.Posted by Við skorum á Halldóru Geirharðs að bjóða sig fram sem forseta on Monday, August 17, 2015„Það er eins og konum detti sjaldnar í hug að taka að sér stór verkefni,“ segir Halldóra og spyr í tilefni af umræðu um hana sem mögulegan forseta: „Af hverju datt mér þetta ekki sjálfri í hug?“ Leikkonan segir þetta hafa verið nokkuð lýsandi fyrir hennar feril. Að einhver annar þurfi að benda henni á verkefnin og skora á hana frekar en að hún taki það upp hjá sjálfri sér. Henni virðist sem karlmenn eigi auðveldara með að stökkva á stór verkefni að eigin frumkvæði. „Þess vegna vil ég ekki segja strax að þetta sé rugl,“ segir Halldóra. „Ef allar konur myndu bregðast við eins og ég þá myndi ekkert hreyfast. Ef engri konu dettur í hug að gera hlutina þá hreyfist ekkert. Þess vegna þurfum við kynjakvóta til að breyta heiminum.“Halldóra hefur komið víða við á löngum leiklistarferli.Vísir/ValliEinkalífinu yrði fórnað Halldóra segist ekki vera í neinum vafa um að hún myndi standa sig vel í embættinu. „Ég yrði frábær forseti. Það er á hreinu,“ segir Halldóra. Þegar hún hugsi um embættið missi hún hins vegar húmorinn mjög hratt. „Ef einhver tekur að sér svona embætti þér þá er hann að vissu leyti að fórna lífi sínu. Það breytir auðvitað lífsstefnu manneskjunnar.“Að neðan má sjá ræðu Halldóru frá afhendingu Grímuverðlaunanna í júní. Ræða hennar vakti mikla athygli Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Pawel hvattur í forsetaframboð „Manni finnst þetta pínku fyndið og skemmtilegt.“ 11. apríl 2015 20:34 Bergþór Pálsson hefur velt forsetaembættinu mikið fyrir sér „Albert myndi steikja kleinur í eldhúsinu og ég syngja fyrir þjóðhöfðingjana. Og svo værum við auðvitað alltaf á hjóli,“ segir Bergþór Pálsson, óperusöngvari. 15. ágúst 2015 21:49 Nennir ekki freka karlinum: Býður sig ekki fram til forseta Jón Gnarr, skemmtikraftur og fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, ætlar ekki að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands á næsta ári. 14. mars 2015 07:00 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Sjá meira
Leikkonan og leikstjórinn Halldóra Geirharðsdóttir hefur um nóg annað að hugsa þessa dagana en mögulegt forsetaframboð. Stofnaður var hópur á Facebook í gær þar sem skorað er á Halldóru að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Halldóra segist í samtali við Vísi hafa séð umræddan hóp á Facebook. Hún komi hvergi nálægt honum en gruni þó hver hafi stofnað hann. Á þriðja hundrað manns eru í hópnum þegar þetta er skrifað. „Ég er aðallega að hugsa um tíu kílómetrana á laugardaginn,“ segir Halldóra en mæðgurnar Halldóra og Steiney Skúladóttir eru sem kunnugt er andlit Reykjavíkurmaraþonsins í ár. Á laugardaginn verður hún sömuleiðis í hlutverki Barböru trúðs á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands þar sem Tobbi Túba er á dagskrá. „Ég hugsa því mest um að skaða ekki á mér hnén í vikunni og hafa eitthvað skemmtilegt að segja við þá sem koma á tónleikana.“Halldóra útilokar ekki framboð.Vísir/GVABergþór og Ólafur mögulega í framboðForsetakosningar fara fram vorið 2016. Þá mun Ólafur Ragnar Grímsson hafa lokið fimmta kjörtímabili sínu. Hann neitar að gefa upp hvort hann ætli að halda áfram en boðar svör í nýársávarpi sínu. Söngvarinn Bergþór Pálsson hefur upplýst að hann velti fyrir sér að bjóða sig fram. Þá hefur verið skorað á Pawel Bartoszek í framboð en Jón Gnarr hefur sagst ekki vilja verða forseti og þurfa að standa andspænis „frekar karlinum.“ Aðspurð um embættið og hvort hún hafi velt því fyrir sér viðurkennir Halldóra það. Hún útskýrir að auðvitað verði maður að velta því fyrir sér, annars muni ekkert breytast í heiminum.Við viljum Halldóru Geirharðsdóttur, leikkonu, sem forseta Íslands.Posted by Við skorum á Halldóru Geirharðs að bjóða sig fram sem forseta on Monday, August 17, 2015„Það er eins og konum detti sjaldnar í hug að taka að sér stór verkefni,“ segir Halldóra og spyr í tilefni af umræðu um hana sem mögulegan forseta: „Af hverju datt mér þetta ekki sjálfri í hug?“ Leikkonan segir þetta hafa verið nokkuð lýsandi fyrir hennar feril. Að einhver annar þurfi að benda henni á verkefnin og skora á hana frekar en að hún taki það upp hjá sjálfri sér. Henni virðist sem karlmenn eigi auðveldara með að stökkva á stór verkefni að eigin frumkvæði. „Þess vegna vil ég ekki segja strax að þetta sé rugl,“ segir Halldóra. „Ef allar konur myndu bregðast við eins og ég þá myndi ekkert hreyfast. Ef engri konu dettur í hug að gera hlutina þá hreyfist ekkert. Þess vegna þurfum við kynjakvóta til að breyta heiminum.“Halldóra hefur komið víða við á löngum leiklistarferli.Vísir/ValliEinkalífinu yrði fórnað Halldóra segist ekki vera í neinum vafa um að hún myndi standa sig vel í embættinu. „Ég yrði frábær forseti. Það er á hreinu,“ segir Halldóra. Þegar hún hugsi um embættið missi hún hins vegar húmorinn mjög hratt. „Ef einhver tekur að sér svona embætti þér þá er hann að vissu leyti að fórna lífi sínu. Það breytir auðvitað lífsstefnu manneskjunnar.“Að neðan má sjá ræðu Halldóru frá afhendingu Grímuverðlaunanna í júní. Ræða hennar vakti mikla athygli
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Pawel hvattur í forsetaframboð „Manni finnst þetta pínku fyndið og skemmtilegt.“ 11. apríl 2015 20:34 Bergþór Pálsson hefur velt forsetaembættinu mikið fyrir sér „Albert myndi steikja kleinur í eldhúsinu og ég syngja fyrir þjóðhöfðingjana. Og svo værum við auðvitað alltaf á hjóli,“ segir Bergþór Pálsson, óperusöngvari. 15. ágúst 2015 21:49 Nennir ekki freka karlinum: Býður sig ekki fram til forseta Jón Gnarr, skemmtikraftur og fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, ætlar ekki að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands á næsta ári. 14. mars 2015 07:00 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Sjá meira
Pawel hvattur í forsetaframboð „Manni finnst þetta pínku fyndið og skemmtilegt.“ 11. apríl 2015 20:34
Bergþór Pálsson hefur velt forsetaembættinu mikið fyrir sér „Albert myndi steikja kleinur í eldhúsinu og ég syngja fyrir þjóðhöfðingjana. Og svo værum við auðvitað alltaf á hjóli,“ segir Bergþór Pálsson, óperusöngvari. 15. ágúst 2015 21:49
Nennir ekki freka karlinum: Býður sig ekki fram til forseta Jón Gnarr, skemmtikraftur og fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, ætlar ekki að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands á næsta ári. 14. mars 2015 07:00