„Já, ég sá það,“ segir Pawel í dag. „Það er aldrei leiðinlegt ef einhver vill að maður geri eitthvað ábyrgðarfullt.“
Er ekki allir til í Pawel í Forseta Íslands? #pawel2016
— Stefanía Sigurðar. (@Stefaniasig) April 10, 2015
„Ég þekki eitthvað af þessu fólki,“ segir Pawel. „Manni finnst þetta pínku fyndið og skemmtilegt.“
Ég er alveg á #pawel2016 vagninum, þvílíkur forseti sem sá maður yrði. Þurfum við ekki nútímalegri, yngri og frjálslyndari forseta? Ég spyr.
— Aslaug Sigurbjornsd (@aslaugarna) April 10, 2015
„Ég hef ekki haft aldur til að gera þetta hingað til,“ segir hann, en frambjóðendur til forsetaembættisins þurfa að hafa náð 35 ára aldri. „Ég er það nú ekki ennþá en ef kosningarnar verða þegar þær eiga að vera, þá horfir öðruvísi við.“
@erlamargret Pawel er eini maðurinn sem ég hef stutt opinberlega í kosningum í langan tíma. En nú erég á Rúv og þarf að gæta mín.#pawel2016
— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) April 11, 2015