Audi rafmagnsbíll með 500 km drægni og 500 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 17. ágúst 2015 10:28 Audi veðjar nú í sífellt meira mæli á bæði tvíorkubíla og hreinræktaða rafmagnsbíla. Audi mun að öllum líkindum kynna nýjan jeppa á bílasýningunni í Frankfürt í næsta mánuði sem eingöngu gengur fyrir rafmagni og kemst yfir 500 kílómetra á hverri hleðslu rafmagns og verður að auki um 500 hestöfl. Rafhlöður bílsins koma frá S-kóresku framleiðendunum LG Chem og Samsung SDI. Jeppinn verður byggður á sama MLB 2 undirvagni og er undir nýrri kynslóð Audi Q7 jeppans. Rafhlöður jeppans eru 90 kWh og því öflugri en í Tesla Model S P85D, en Tesla mun þó brátt bjóða Tesla Model S með jafn öflugri rafhlöðu, en sá bíll mun komast í 100 km hraða á 2,8 sekúndum. Audi hefur ekki upplýst hversu fljótur jeppinn mun verða. Þessi nýi rafmagnsjeppi Audi á að koma á markað árið 2018. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent
Audi mun að öllum líkindum kynna nýjan jeppa á bílasýningunni í Frankfürt í næsta mánuði sem eingöngu gengur fyrir rafmagni og kemst yfir 500 kílómetra á hverri hleðslu rafmagns og verður að auki um 500 hestöfl. Rafhlöður bílsins koma frá S-kóresku framleiðendunum LG Chem og Samsung SDI. Jeppinn verður byggður á sama MLB 2 undirvagni og er undir nýrri kynslóð Audi Q7 jeppans. Rafhlöður jeppans eru 90 kWh og því öflugri en í Tesla Model S P85D, en Tesla mun þó brátt bjóða Tesla Model S með jafn öflugri rafhlöðu, en sá bíll mun komast í 100 km hraða á 2,8 sekúndum. Audi hefur ekki upplýst hversu fljótur jeppinn mun verða. Þessi nýi rafmagnsjeppi Audi á að koma á markað árið 2018.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent