IFK Gautaborg er á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 4-0 heimasigur á Håcken í dag, en Gautaborg er með tveggja stiga forystu.
Håcken missti mann af velli á 29. mínútu, en Jasmin Sudic fékk reisupassann. Søren Rieks kom heimamönnum yfir á 37. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik.
Søren Rieks tvöfaldaði forystu Gautaborg á 62. mínútu og fjórum mínútum síðar fullkomnaði Søren þrennu sína. Haitam Aleesami bætti við fjórða markinu fimm mínútum fyrir leikslok og lokatölur 4-0.
Gautaborg er á toppnum með 41 stig, en AIK er í öðru sætinu með 39 stig. AIK vann 2-1 sigur á Kalmarr í dag, en Elfsborg og Norrköping eru í þriðja til fjórða sæti deildarinnar með 38 stig. Malmö er í því fimmta með 37.
Hjálmar Jónsson spilaði allan leikinn í vörn Gautaborgar.
Hjálmar spilaði allan leikinn í stórsigri
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms
Íslenski boltinn



Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði
Körfubolti


Garnacho ekki í hóp
Enski boltinn

Ísak Bergmann hljóp mest allra
Fótbolti