Mun funda með Atvinnuveganefnd vegna „ósanngjarns rekstrarumhverfis“ Samúel Karl Ólason skrifar 14. ágúst 2015 18:45 Ólafur M. Magnússon. Vísir/Stefán Ólafur M. Magnússon, kenndur við Kú, mun funda með atvinnuveganefnd vegna verðhækkunar á ógerilsneiddri hrámjólk. Hann sendi í dag bréf til Jóns Gunnarssonar, formanns nefndarinnar, þar sem hann óskaði eftir slíkum fundi og sagði rekstrarumhverfi í mjólkurframleiðslu vera ósanngjarnt. Í bréfinu segir að Kú mótmæli harðlega þeirri hækkun sem hafi verið ákveðin á ógerilsneiddri hrámjólk og tók gildi þann 1. ágúst 2015. Auk beiðninnar um fund, er óskað eftir því að Atvinnuveganefnd fari yfir og skoði „ámælisverð og skaðleg vinnubrögð Landbúnaðarráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar og Verðlagsnefndar búvara. Sem hafa beinlínis unnið gegn samkeppni á mjólkurvörumarkaði og hafa ítrekaðar beiðnir um gögn og upplýsingar verið hundsaðar svo árum skiptir,“ eins og segir í bréfinu. Í samtali við fréttastofu segir Ólafur að Jón Gunnarsson hafi tjáð honum að fundur yrði haldinn, en ekki liggur fyrir hvenær. Þar að auki hefur Ólafur óskað eftir því að Umboðsmaður Alþingis skoði vinnubrögð ráðherra og nefndarinnar gagnvart Kú. Í bréfinu segir að fyrirtækið geti ekki búið við 17 prósenta álag á ógerilsneidda hrámjólk og óskað sé eftir því að Atvinnuveganefnd skoði eftirfarandi atriði:Voru erindin lögð fyrir verðlagsnefnd?Hvers vegna hefur þeim ekki ennþá verið svarað?Með hvaða hætti eru erindi færð til bókar í ráðuneytinu og þeim fylgt eftir?Óskað er eftir því að Atvinnuveganefnd kalli eftir afriti af öllum fundargerðum, gögnum sem lögð hafa verið fyrir nefndina, tölvupóstum til og frá fulltrúum nefndarinnar og starfsmanna hennar og fylgisgögnum frá árinu 2007 og til dagsins í dag og geri þau opinber og aðgengileg.Hvers vegna svarar ráðherra ekki erindum og beiðnum sem til hans er beint svo sem um fundi eða annað svo árum skipti?Að nefndin fái óháða aðila til af yfirfara verðlagningu á hrámjólk og ofteknar greiðslur af hálfu Mjólkursamsölunnar á tímabilinu 1.janúar 2007 til 14.ágúst 2015. Auk þessa óskaði Ólafur eftir því að nefndin myndi beita sér fyrir að allir aðilar í mjólkurframleiðslu kaupi mjólk á sama verði frá Auðhumlu. Að undanþágur Mjólkursamsölunnar og mjólkuriðnaðarins frá Samkeppnislögum verði afnumdar. Að Mjólkursamsölunni og mjólkuriðnaðnum verði gert að endurgreiða ofteknar greiðslur fyrir mjólk til þeirra aðila sem í hlut eiga á árnum 2007 til 2015 og að opinber verðlagning á mjólkurvörum verði afnumin og verðlagsnefnd lögð niður. Alþingi Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Ólafur M. Magnússon, kenndur við Kú, mun funda með atvinnuveganefnd vegna verðhækkunar á ógerilsneiddri hrámjólk. Hann sendi í dag bréf til Jóns Gunnarssonar, formanns nefndarinnar, þar sem hann óskaði eftir slíkum fundi og sagði rekstrarumhverfi í mjólkurframleiðslu vera ósanngjarnt. Í bréfinu segir að Kú mótmæli harðlega þeirri hækkun sem hafi verið ákveðin á ógerilsneiddri hrámjólk og tók gildi þann 1. ágúst 2015. Auk beiðninnar um fund, er óskað eftir því að Atvinnuveganefnd fari yfir og skoði „ámælisverð og skaðleg vinnubrögð Landbúnaðarráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar og Verðlagsnefndar búvara. Sem hafa beinlínis unnið gegn samkeppni á mjólkurvörumarkaði og hafa ítrekaðar beiðnir um gögn og upplýsingar verið hundsaðar svo árum skiptir,“ eins og segir í bréfinu. Í samtali við fréttastofu segir Ólafur að Jón Gunnarsson hafi tjáð honum að fundur yrði haldinn, en ekki liggur fyrir hvenær. Þar að auki hefur Ólafur óskað eftir því að Umboðsmaður Alþingis skoði vinnubrögð ráðherra og nefndarinnar gagnvart Kú. Í bréfinu segir að fyrirtækið geti ekki búið við 17 prósenta álag á ógerilsneidda hrámjólk og óskað sé eftir því að Atvinnuveganefnd skoði eftirfarandi atriði:Voru erindin lögð fyrir verðlagsnefnd?Hvers vegna hefur þeim ekki ennþá verið svarað?Með hvaða hætti eru erindi færð til bókar í ráðuneytinu og þeim fylgt eftir?Óskað er eftir því að Atvinnuveganefnd kalli eftir afriti af öllum fundargerðum, gögnum sem lögð hafa verið fyrir nefndina, tölvupóstum til og frá fulltrúum nefndarinnar og starfsmanna hennar og fylgisgögnum frá árinu 2007 og til dagsins í dag og geri þau opinber og aðgengileg.Hvers vegna svarar ráðherra ekki erindum og beiðnum sem til hans er beint svo sem um fundi eða annað svo árum skipti?Að nefndin fái óháða aðila til af yfirfara verðlagningu á hrámjólk og ofteknar greiðslur af hálfu Mjólkursamsölunnar á tímabilinu 1.janúar 2007 til 14.ágúst 2015. Auk þessa óskaði Ólafur eftir því að nefndin myndi beita sér fyrir að allir aðilar í mjólkurframleiðslu kaupi mjólk á sama verði frá Auðhumlu. Að undanþágur Mjólkursamsölunnar og mjólkuriðnaðarins frá Samkeppnislögum verði afnumdar. Að Mjólkursamsölunni og mjólkuriðnaðnum verði gert að endurgreiða ofteknar greiðslur fyrir mjólk til þeirra aðila sem í hlut eiga á árnum 2007 til 2015 og að opinber verðlagning á mjólkurvörum verði afnumin og verðlagsnefnd lögð niður.
Alþingi Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira