Framlög til heilbrigðismála aukast á næsta ári Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 13. ágúst 2015 19:15 Gert er ráð fyrir að framlög til heilbrigðismála hækki umfram verðlag í fjárlagafrumvarpi næsta árs, samkvæmt heimildum fréttastofu. Sérstök áhersla verður á að tryggja starfsemi heilsugæslustöðva og framlög til þeirra aukin. Vinna við gerð fjárlagafrumvarps fyrir næsta ár er í fullum gangi hér í fjármálaráðuneytinu. Bjarni Benediktsson mun kynna frumvarpið í byrjun september en þó efni þess sé að mestu óljóst, liggja nokkur atriði þegar fyrir. Meðal þess sem verður í frumvarpinu, og aðgerðir sem gripið verður til samhliða því, er afnám tolla á fatnað og skó frá 1. janúar 2016. Þá verða gerðar breytingar á tekjuskattskerfinu. Skattprósenta í lægra þrepi verður lækkuð úr 22,86% í 22,68%. Þá verður milliskattsþrepið einnig lækkað um næstu áramót en það síðan fellt niður í árslok 2016. Samhliða þessu mun persónuafsláttur hækka til samræmis við verðlagsbreytingar. Þá verða húsnæðisbætur hækkaðar til að lækka húsnæðiskostnað efnaminni leigjenda.Aukin fjárframlög til heilbrigðismálaEn ein stærstu tíðindin í hverju fjárlagafrumvarpi eru framlög til heilbrigðismála. Gert er ráð fyrir að þau muni aukast umtalsvert á fjárlögum næsta árs, þá sérstaklega vegna launahækkanna. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður, þrátt fyrir þessa útgjaldaaukningu, ekki skorið niður til heilbrigðismála, heldur þvert á móti er gert ráð fyrir raunaukningu á framlögum milli ára, þ.e. aukningu umfram verðlag. Undanfarin tvö ár hefur ríkisstjórnin lagt sérstaka áherslu á að auka fjárframlög til heilbrigðisstofnanna, meðal annars Landspítalans. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður í fjárlagafrumvarpi næsta árs lögð sérstök áhersla á að tryggja starfsemi heilsugæslustöðva, og framlög til þeirra aukin. Einnig er í fjárlagavinnu gert ráð fyrir umtalsverðum fjármunum vegna húsnæðismálafrumvarpa félagsmálaráðherra, en kostnaður við frumvörpin nemur milljörðum króna. Fjárlagafrumvarp 2015 Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Fleiri fréttir Minni tekjur góðar fréttir Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Sjá meira
Gert er ráð fyrir að framlög til heilbrigðismála hækki umfram verðlag í fjárlagafrumvarpi næsta árs, samkvæmt heimildum fréttastofu. Sérstök áhersla verður á að tryggja starfsemi heilsugæslustöðva og framlög til þeirra aukin. Vinna við gerð fjárlagafrumvarps fyrir næsta ár er í fullum gangi hér í fjármálaráðuneytinu. Bjarni Benediktsson mun kynna frumvarpið í byrjun september en þó efni þess sé að mestu óljóst, liggja nokkur atriði þegar fyrir. Meðal þess sem verður í frumvarpinu, og aðgerðir sem gripið verður til samhliða því, er afnám tolla á fatnað og skó frá 1. janúar 2016. Þá verða gerðar breytingar á tekjuskattskerfinu. Skattprósenta í lægra þrepi verður lækkuð úr 22,86% í 22,68%. Þá verður milliskattsþrepið einnig lækkað um næstu áramót en það síðan fellt niður í árslok 2016. Samhliða þessu mun persónuafsláttur hækka til samræmis við verðlagsbreytingar. Þá verða húsnæðisbætur hækkaðar til að lækka húsnæðiskostnað efnaminni leigjenda.Aukin fjárframlög til heilbrigðismálaEn ein stærstu tíðindin í hverju fjárlagafrumvarpi eru framlög til heilbrigðismála. Gert er ráð fyrir að þau muni aukast umtalsvert á fjárlögum næsta árs, þá sérstaklega vegna launahækkanna. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður, þrátt fyrir þessa útgjaldaaukningu, ekki skorið niður til heilbrigðismála, heldur þvert á móti er gert ráð fyrir raunaukningu á framlögum milli ára, þ.e. aukningu umfram verðlag. Undanfarin tvö ár hefur ríkisstjórnin lagt sérstaka áherslu á að auka fjárframlög til heilbrigðisstofnanna, meðal annars Landspítalans. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður í fjárlagafrumvarpi næsta árs lögð sérstök áhersla á að tryggja starfsemi heilsugæslustöðva, og framlög til þeirra aukin. Einnig er í fjárlagavinnu gert ráð fyrir umtalsverðum fjármunum vegna húsnæðismálafrumvarpa félagsmálaráðherra, en kostnaður við frumvörpin nemur milljörðum króna.
Fjárlagafrumvarp 2015 Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Fleiri fréttir Minni tekjur góðar fréttir Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Sjá meira