Manchester United er mætt á ný í Meistaradeild Evrópu og verður leikur liðsins ásamt fimm öðrum leikjum í næstu viku í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Eftir eitt ár án Evrópukeppni komst Manchester United á ný í Meistaradeildina en í vegi riðlakeppninnar stendur belgíska félagið Club Brugge. Það er mikil pressa á Louis Van Gaal að koma liðinu aftur í Meistaradeildina þar sem stuðningsmenn liðsins telji að það eigi heima.
Þá verður hægt að sjá tvo Íslendinga leika listir sínar á Stöð 2 Sport. Malmö komst nokkuð óvænt í fyrsta sinn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á síðasta ári eftir að hafa sigrað Red Bull Salzburg í forkeppninni en í ár mætir liðið skoska stórveldinu Celtic. Fyrri leikurinn fer fram á Celtic Park á þriðjudaginn.
Þá gæti Birkir Bjarnason einnig þreytt frumraun sína í riðlakeppni Meistaradeildarinnar takist Basel að komast framhjá ísraelska félaginu Maccabi Tel Aviv. Basel vann öruggan 4-1 sigur samanlagt á Lech Poznan í þriðju umferð þar sem Birkir komst meðal annars á blað á heimavelli.
Þá sýnir Stöð 2 Sport frá leikjum Lazio og Bayer Leverkusen, Sporting og CSKA Moskvu og Valencia og Monaco.
Alls verða um 800 beinar útsendingar frá knattspyrnuleikjum á dagskrá íþróttastöðva 365 í vetur, fleiri en nokkru sinni áður en þú getur tryggt þér áskrift á 365.is eða í síma 512-5070.
Manchester United snýr aftur í Meistaradeildina á Stöð 2 Sport | 6 leikir í beinni útsendingu næstu viku
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið


Síðasti séns á að vinna milljónir
Fótbolti



Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota
Enski boltinn



Sex hafa ekkert spilað á EM
Fótbolti

