Síleski miðjumaðurinn Charles Aránguiz er genginn í raðir Bayer Leverkusen frá Internacional í Brasilíu. Talið er að kaupverðið sé rúmar 12 milljónir evra.
Aránguiz var eftirsóttur eftir frábæra frammistöðu í Suður-Ameríkukeppninni sem Chile vann í fyrsta sinn á heimavelli í síðasta mánuði.
Hinn 26 ára gamli Aránguiz var m.a. sterklega orðaður við enska úrvalsdeildarliðið Leicester City en ekkert varð af þeim félagaskiptum.
Aránguiz skrifaði undir fimm ára samning við Leverkusen sem endaði í 4. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í fyrra.
„Bundesligan er ein besta og mest spennandi deildin í heiminum og Bayer Leverkusen hefur verið í fremstu röð um margra ára skeið,“ sagði Aránguiz og bætti því við að Arturo Vidal, félagi hans í síleska landsliðinu og fyrrverandi leikmaður Leverkusen, hafi hvatt hann til að ganga til liðs við félagið.
Aránguiz, sem hefur leikið 40 landsleiki fyrir Chile og skorað sex mörk, lék með Internacional á síðasta tímabili en þar áður lék hann með Universidad de Chile um þriggja ára skeið.
Ein af stjörnum Suður-Ameríkukeppninnar til Leverkusen
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti





Segir hitann á HM hættulegan
Fótbolti

Belgar kveðja EM með sigri
Fótbolti


