Innlent

Björgunarskip aðstoðar vélarvana skútu suður af Grindavík

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Oddur V. Gíslason
Oddur V. Gíslason mynd/otti rafn sigmarsson
Oddur V. Gíslason, björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Grindavík, er nú á leið til aðstoðar erlendri skútu sem stödd er um nítján sjómílum suður af Grindavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg.

Fimm manns eru um borð í skútunni hafa þeir barist við bilanir í henni síðustu daga. Aðalsegl skútunnar er ónýtt og vél hennar óvirk. Kallaði fólkið því eftir aðstoð.

Gert er ráð fyrir því að björgunarskipið verði komið að skútunni kringum 21.30 ef allt gengur að óskum. Veður á svæðinu er ekki eins og best verður á kosið en vindhviður geta slagað upp í tuttugu metra á sekúndu auk þess að dufl við Grindavík sýnir um fjögurra metra ölduhæð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×