Bizarro Facebook Pawel Bartoszek skrifar 29. ágúst 2015 07:00 Martröð: Ég stend fyrir framan spegil með pening um hálsinn og smelli af mynd. Hárið blautt af völdum rigningar og svita. Fer í tölvuna og pósta á vegginn: „42 kílómetrar að baki. Líðan góð.“ Síðan uppfærir sig. Stend upp til að leita að lyklunum. Ég sé að færslan er komin inn. Sest umsvifalaust niður aftur, píri og þurrka augun. Þarna stendur skýrum stöfum: „Mætti skelþunnur í vinnunna.“ Undrandi þurrka ég út færsluna. Um kvöldið ákveð ég að baka pitsu. Hnoða deigið sjálfur, sýð tómata og bæti óreganó og basilíku út í. Flet út deigið og set á pepperóní, ólífur, þistilhjörtu og rauða papriku. Útkoman er girnileg. Smelli af einni mynd í gegnum símann og set beint á fésið. Skrifa: „Laugardagspitsan.“ Síminn hringir. Þetta er góður vinur. „Blessaður, félagi!“ segi ég. „Hvað er títt?“ „Hefur einhver komist í feisbókina þína?“ „Nú?“ spyr ég. „Já, þetta er bara óvenjuhreinskilið hjá þér. Jú, jú, það hafa eflaust einhverjir fleiri stundað sjálfsfróun á almenningssalerni. En það er samt alger óþarfi að segja öllum heiminum frá því!“ Við höfum öll hluti sem við erum stolt af og viljum deila með öðrum og svo annað sem við erum minna stolt af eða viljum síður að aðrir frétti. Við getum aðeins hugsað hvernig það væri ef samfélagssíðurnar myndu, af völdum einhvers djöfullegs víruss, fyllast af hinu síðarnefnda: Sögum af kynlífi eða persónulegu spjalli okkar um fólk sem heyrir ekki til. Martröðin er samt raunveruleg. Vodafone-lekinn og Ashley Madison-lekinn hafa í raun búið til svona opna Bizarro Facebook-veggi fyrir fjölda fólks. Þetta er alvarlegt. Mörgum líður illa. Munum að þetta eru þolendur sem eiga að fá að leita réttar síns. Munum að þótt einhver hafi brotið upp lásinn á íbúð nágranna okkar þýðir það ekki að okkur sé frjálst að valsa inn og horfa á þá baða sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun
Martröð: Ég stend fyrir framan spegil með pening um hálsinn og smelli af mynd. Hárið blautt af völdum rigningar og svita. Fer í tölvuna og pósta á vegginn: „42 kílómetrar að baki. Líðan góð.“ Síðan uppfærir sig. Stend upp til að leita að lyklunum. Ég sé að færslan er komin inn. Sest umsvifalaust niður aftur, píri og þurrka augun. Þarna stendur skýrum stöfum: „Mætti skelþunnur í vinnunna.“ Undrandi þurrka ég út færsluna. Um kvöldið ákveð ég að baka pitsu. Hnoða deigið sjálfur, sýð tómata og bæti óreganó og basilíku út í. Flet út deigið og set á pepperóní, ólífur, þistilhjörtu og rauða papriku. Útkoman er girnileg. Smelli af einni mynd í gegnum símann og set beint á fésið. Skrifa: „Laugardagspitsan.“ Síminn hringir. Þetta er góður vinur. „Blessaður, félagi!“ segi ég. „Hvað er títt?“ „Hefur einhver komist í feisbókina þína?“ „Nú?“ spyr ég. „Já, þetta er bara óvenjuhreinskilið hjá þér. Jú, jú, það hafa eflaust einhverjir fleiri stundað sjálfsfróun á almenningssalerni. En það er samt alger óþarfi að segja öllum heiminum frá því!“ Við höfum öll hluti sem við erum stolt af og viljum deila með öðrum og svo annað sem við erum minna stolt af eða viljum síður að aðrir frétti. Við getum aðeins hugsað hvernig það væri ef samfélagssíðurnar myndu, af völdum einhvers djöfullegs víruss, fyllast af hinu síðarnefnda: Sögum af kynlífi eða persónulegu spjalli okkar um fólk sem heyrir ekki til. Martröðin er samt raunveruleg. Vodafone-lekinn og Ashley Madison-lekinn hafa í raun búið til svona opna Bizarro Facebook-veggi fyrir fjölda fólks. Þetta er alvarlegt. Mörgum líður illa. Munum að þetta eru þolendur sem eiga að fá að leita réttar síns. Munum að þótt einhver hafi brotið upp lásinn á íbúð nágranna okkar þýðir það ekki að okkur sé frjálst að valsa inn og horfa á þá baða sig.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun