Leikmenn Chelsea þurfa að ferðast heilmikið til að komast í leiki sína í Meistaradeildinni í vetur en í gær kom í ljós að ensku meistararnir lentu í riðli með liðum frá Ísrael, Úkraínu og Portúgal.
Chelsea þarf þannig að ferðast langlengst af ensku liðunum fjórum sem eru með í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á þessu tímabili.
Chelsea-liðið þarf að ferðast meira en 14 þúsund kílómetra í þessa þrjá útileiki á móti Porto, Dinamo Kiev og Maccabi Tel-Aviv.
Ferðin fram og til baka til Portúgal er 3200 kílómetrar, ferðin til Ísrael er meira en 7200 kílómetrar fram og til baka og þá þarf liðið að ferðast í 4260 kílómetra í ferð sinni til Úkraínu og til baka.
Manchester City þarf að ferðast styðst af ensku liðunum fjórum eða samtals 7200 kílómetra en hjá Manchester United eru framundan ferðalög upp á 8000 kílómetra. United var því bæði heppið með riðil og ferðlög en í riðli liðsins eru PSV Eindhoven, Wolfsburg og CSKA Moskva.
Arsenal þarf að ferðast 9370 kílómetra í sína leiki í Meistaradeildinni á þessu tímabili, lengst til Alfreðs Finnbogasonar og félaga hans í gríska liðinu Olympiakos.
Ferðalög ensku liðanna í Meistaradeildinni 2015-16:
Chelsea: Maccabi Tel-Aviv (7106 km), Porto (3158 km), Dynamo Kiev (4262 km).
Manchester United: PSV Eindhoven (1120 km), Wolfsburg (1758 km), CSKA Moskva (5166 km).
Manchester City: Juventus (2310 km), Sevilla (3592 km), Borussia Mönchengladbach (1310 km).
Arsenal: Bayern München (1844 km), Olympiakos (4822 km), Dinamo Zagreb (1704 km).
Chelsea þarf að ferðast meira en 14 þúsund kílómetra í Meistaradeildinni
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti





Segir hitann á HM hættulegan
Fótbolti

Belgar kveðja EM með sigri
Fótbolti


