Hugaðu að heilanum rikka skrifar 31. ágúst 2015 14:00 Vísir/Getty Í lengri tíma hefur því verið haldið fram að meðfædd greind væri eiginleiki sem ekkert væri hægt að bæta við né breyta. Farsælast þótti að búa til það besta úr því sem viðkomandi fékk í vöggugjöf. Nokkur framþróun hefur orðið á þessu sviði og vísindamenn komið fram með sannanir sem sýna fram á að við getum aukið hæfni okkar á ýmsum sviðum sálargáfna. Með því að læra nýja færni og auka þroska eykst virkni tauga í heilanum, við verðum þar af leiðandi örlítið greindari en áður. Það er leikur einn að styrkja þessa virkni með skemmtilegum leiðum, hér koma nokkrar hugmyndir fyrir þig, kæri lesandi.Tónlist Lærðu á nýtt hljóðfæri eða dustaðu rykið af þeim gömlu og fikraðu þig áfram. Það er aldrei of seint að læra að spila á hljóðfæri. Tónlist hefur jákvæð áhrif á hugmyndaflugið svo um munar, bætir minni og eykur almenna gleði.Lestur Fáðu vini þína með þér í leshring og reynið að hittast sem allra oftast. Yndislestur er róandi, dregur úr streitu og örvar listræna tilhneigingu og hugmyndaflug. Lestur getur líka styrkt tilfinningalega greind og gert þér auðveldara fyrir að skilja aðra og setja þig í þeirra spor.Líkamsrækt Regluleg líkamsrækt skilar sér ekki einungis í betra líkamlegu formi heldur styrkir hún einnig andlegu hliðina. Aukið blóðflæði til heila eykur minni, fókus og einbeitingu.Tungumál Það er gaman að geta slegið um sig á nokkrum tungumálum en þau hafa einnig jákvæð áhrif á heilastarfsemina. Þeir sem tala fleiri en tvö tungumál eru sagðir vera sleipari í að finna lausnir á vandamálum sem upp rísa og vera betri stjórnendur.Heilaleikfimi Haltu heilanum við með sértækri hugarleikfimi. Krossgátur, sudoku, gátur, og spilakvöld eru úrvalsskemmtun fyrir heilann og alls engin tímaeyðsla ef rétt er að staðið. Bjóddu vinum þínum heim í spilakvöld, það styrkir bæði vinaböndin og heilann.Hugleiðsla Sífellt fleiri eru farnir að hugleiða og veit það einungis á gott. Hugleiðsla er aldagömul aðferð sem er til margs nýtileg. Hana er hægt að nota til þess að bæta andann, hvíla, hreinsa hugann og styrkja einbeitingu. Sumir myndu jafnvel lýsa hugleiðslu sem nuddtíma fyrir heilann, ekki er það nú slæmt. Heilsa Tengdar fréttir Hvað þýðir það að vera hamingjusamur? Getur verið að sífellt fleiri valkostir rugli okkur í ríminu í leit okkar að hamingjunni og byrgi okkur sýn á hið einfalda og það sem er beint fyrir framan augun á okkur? Er hamingjan hér? 13. júlí 2015 14:00 Veljum rétt á grillið Það skiptir máli fyrir heilsuna hvað er sett á grillið og svo snætt 3. ágúst 2015 14:00 Það er í lagi að vera leiður Það þurfa ekki allir dagar að vera skemmtilegir en það er þó alltaf hægt að gera daginn örlítið skemmtilegri. Hér er Rikka með nokkur góð ráð til að gera daginn betri. 17. ágúst 2015 14:00 Að stökkva yfir helvítisgjána Óvenjuleg og ávanabindandi saga af lífsbaráttu í Napólí á seinni hluta síðustu aldar, sögð af hreinskilni og mikilli leikni. 20. ágúst 2015 13:30 Sjúkrakassi fyrir sálina Það er alltaf ánægjulegt að kynnast nýjum verkfærum sem gera manni fært að láta sér og sínum líða betur, geðræktarkassinn er eitthvað sem ætti sannarlega að vera til á hverju heimili. 20. júlí 2015 14:00 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Í lengri tíma hefur því verið haldið fram að meðfædd greind væri eiginleiki sem ekkert væri hægt að bæta við né breyta. Farsælast þótti að búa til það besta úr því sem viðkomandi fékk í vöggugjöf. Nokkur framþróun hefur orðið á þessu sviði og vísindamenn komið fram með sannanir sem sýna fram á að við getum aukið hæfni okkar á ýmsum sviðum sálargáfna. Með því að læra nýja færni og auka þroska eykst virkni tauga í heilanum, við verðum þar af leiðandi örlítið greindari en áður. Það er leikur einn að styrkja þessa virkni með skemmtilegum leiðum, hér koma nokkrar hugmyndir fyrir þig, kæri lesandi.Tónlist Lærðu á nýtt hljóðfæri eða dustaðu rykið af þeim gömlu og fikraðu þig áfram. Það er aldrei of seint að læra að spila á hljóðfæri. Tónlist hefur jákvæð áhrif á hugmyndaflugið svo um munar, bætir minni og eykur almenna gleði.Lestur Fáðu vini þína með þér í leshring og reynið að hittast sem allra oftast. Yndislestur er róandi, dregur úr streitu og örvar listræna tilhneigingu og hugmyndaflug. Lestur getur líka styrkt tilfinningalega greind og gert þér auðveldara fyrir að skilja aðra og setja þig í þeirra spor.Líkamsrækt Regluleg líkamsrækt skilar sér ekki einungis í betra líkamlegu formi heldur styrkir hún einnig andlegu hliðina. Aukið blóðflæði til heila eykur minni, fókus og einbeitingu.Tungumál Það er gaman að geta slegið um sig á nokkrum tungumálum en þau hafa einnig jákvæð áhrif á heilastarfsemina. Þeir sem tala fleiri en tvö tungumál eru sagðir vera sleipari í að finna lausnir á vandamálum sem upp rísa og vera betri stjórnendur.Heilaleikfimi Haltu heilanum við með sértækri hugarleikfimi. Krossgátur, sudoku, gátur, og spilakvöld eru úrvalsskemmtun fyrir heilann og alls engin tímaeyðsla ef rétt er að staðið. Bjóddu vinum þínum heim í spilakvöld, það styrkir bæði vinaböndin og heilann.Hugleiðsla Sífellt fleiri eru farnir að hugleiða og veit það einungis á gott. Hugleiðsla er aldagömul aðferð sem er til margs nýtileg. Hana er hægt að nota til þess að bæta andann, hvíla, hreinsa hugann og styrkja einbeitingu. Sumir myndu jafnvel lýsa hugleiðslu sem nuddtíma fyrir heilann, ekki er það nú slæmt.
Heilsa Tengdar fréttir Hvað þýðir það að vera hamingjusamur? Getur verið að sífellt fleiri valkostir rugli okkur í ríminu í leit okkar að hamingjunni og byrgi okkur sýn á hið einfalda og það sem er beint fyrir framan augun á okkur? Er hamingjan hér? 13. júlí 2015 14:00 Veljum rétt á grillið Það skiptir máli fyrir heilsuna hvað er sett á grillið og svo snætt 3. ágúst 2015 14:00 Það er í lagi að vera leiður Það þurfa ekki allir dagar að vera skemmtilegir en það er þó alltaf hægt að gera daginn örlítið skemmtilegri. Hér er Rikka með nokkur góð ráð til að gera daginn betri. 17. ágúst 2015 14:00 Að stökkva yfir helvítisgjána Óvenjuleg og ávanabindandi saga af lífsbaráttu í Napólí á seinni hluta síðustu aldar, sögð af hreinskilni og mikilli leikni. 20. ágúst 2015 13:30 Sjúkrakassi fyrir sálina Það er alltaf ánægjulegt að kynnast nýjum verkfærum sem gera manni fært að láta sér og sínum líða betur, geðræktarkassinn er eitthvað sem ætti sannarlega að vera til á hverju heimili. 20. júlí 2015 14:00 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Hvað þýðir það að vera hamingjusamur? Getur verið að sífellt fleiri valkostir rugli okkur í ríminu í leit okkar að hamingjunni og byrgi okkur sýn á hið einfalda og það sem er beint fyrir framan augun á okkur? Er hamingjan hér? 13. júlí 2015 14:00
Veljum rétt á grillið Það skiptir máli fyrir heilsuna hvað er sett á grillið og svo snætt 3. ágúst 2015 14:00
Það er í lagi að vera leiður Það þurfa ekki allir dagar að vera skemmtilegir en það er þó alltaf hægt að gera daginn örlítið skemmtilegri. Hér er Rikka með nokkur góð ráð til að gera daginn betri. 17. ágúst 2015 14:00
Að stökkva yfir helvítisgjána Óvenjuleg og ávanabindandi saga af lífsbaráttu í Napólí á seinni hluta síðustu aldar, sögð af hreinskilni og mikilli leikni. 20. ágúst 2015 13:30
Sjúkrakassi fyrir sálina Það er alltaf ánægjulegt að kynnast nýjum verkfærum sem gera manni fært að láta sér og sínum líða betur, geðræktarkassinn er eitthvað sem ætti sannarlega að vera til á hverju heimili. 20. júlí 2015 14:00