Brokkólí- og avókadósalat með eggjahræru matarvísir skrifar 31. ágúst 2015 15:00 Vísir/Skjáskot Ásthildur Björnsdóttir heldur úti vefsíðunni Matur milli mála þar sem hún deilir uppskriftum að alls konar réttum, bæði sætum og saðsömum. Þar sem rútína skellur nú á landanum með komu haustsins þá vantar marga oft nýja rétti til að elda í kvöldmatinn og því er kjörið tækifæri að næla sér í hollustu og nýjan rétt með þessu frábæra salati. Um réttinn segir Ásthildur: „Það er alveg spurning hvort hægt sé að kalla þetta salat – en ég geri það nú samt því að það er svo mikið grænmeti í þessum rétti. Mér finnst egg afskaplega góð og borða þau nánast daglega, 1-3 stykki á dag, ýmist í eggjahræru, sem spæld egg eða harðsoðin. Egg eru nefnilega stútfull af hollustu og svo eru þau bara svo góð!“Hráefni• Brokkólí• Kókosolía• Egg• Fetaostur• Sveppir – smátt saxaðir• Rauðlaukur – smátt saxaður• Steinselja – smátt söxuð• Túrmerik• Svartur pipar• Sjávarsalt• Dijon-sinnep• Rucola-salat• TómatarAðferð Brokkólíið er skorið gróft og sett út í sjóðandi heitt vatn í 4-8 mínútur. Kókosolían er hituð á pönnu við meðalhita. Eggi, fetaosti, sveppum, rauðlauk, steinselju, kryddinu og sinnepi blandað saman í skál og hellt út á heita pönnuna. Hrært duglega í þar til enginn vökvi er lengur á pönnunni – tekur örfáar mínútur. Rucola-salati dreift á disk. Eggjahrærunni hellt þar yfir og öllu hinu dreift í kring. Grænmetisréttir Salat Uppskriftir Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Ásthildur Björnsdóttir heldur úti vefsíðunni Matur milli mála þar sem hún deilir uppskriftum að alls konar réttum, bæði sætum og saðsömum. Þar sem rútína skellur nú á landanum með komu haustsins þá vantar marga oft nýja rétti til að elda í kvöldmatinn og því er kjörið tækifæri að næla sér í hollustu og nýjan rétt með þessu frábæra salati. Um réttinn segir Ásthildur: „Það er alveg spurning hvort hægt sé að kalla þetta salat – en ég geri það nú samt því að það er svo mikið grænmeti í þessum rétti. Mér finnst egg afskaplega góð og borða þau nánast daglega, 1-3 stykki á dag, ýmist í eggjahræru, sem spæld egg eða harðsoðin. Egg eru nefnilega stútfull af hollustu og svo eru þau bara svo góð!“Hráefni• Brokkólí• Kókosolía• Egg• Fetaostur• Sveppir – smátt saxaðir• Rauðlaukur – smátt saxaður• Steinselja – smátt söxuð• Túrmerik• Svartur pipar• Sjávarsalt• Dijon-sinnep• Rucola-salat• TómatarAðferð Brokkólíið er skorið gróft og sett út í sjóðandi heitt vatn í 4-8 mínútur. Kókosolían er hituð á pönnu við meðalhita. Eggi, fetaosti, sveppum, rauðlauk, steinselju, kryddinu og sinnepi blandað saman í skál og hellt út á heita pönnuna. Hrært duglega í þar til enginn vökvi er lengur á pönnunni – tekur örfáar mínútur. Rucola-salati dreift á disk. Eggjahrærunni hellt þar yfir og öllu hinu dreift í kring.
Grænmetisréttir Salat Uppskriftir Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira