Ég um mig frá mér til mín Frosti Logason skrifar 27. ágúst 2015 07:00 Því miður voru þeir alltof fáir sem hlýddu á áhugaverða predikun sóknarprestsins í Hallgrímskirkju síðastliðinn sunnudag. Samkvæmt henni tilheyri ég sérstakri menningu sem kalla má ég-menningu. Þar er ekkert einstaklingnum æðra, engin gildi sem þarf að taka mið af og ekkert sem í raun máli skiptir nema það varði mig eða mitt. Ég-menningin er vefur einstaklingshyggju sem er skeytingarlaus um stórgildi sögu eða þarfa annarra. Síðast en ekki síst er Guð ég-menningarfólki dauður, trúin óþörf sem og allt hitt sem einstaklingurinn kann ekki við. Þessi pistill er einmitt lifandi dæmi um þessa ómenningu. Hann fjallar bara um sjálfan mig og skeytir engu um samfélagið sem ég vex uppúr. Ég er egósentrískt megalómaníak sem tek bara selfie-myndir og nota við það viðurstyggilega selfie-stöng. Ég er illa haldin af sjálfusótt sem er eins og hver önnur fíkn. Getur verið jafn skefjalaus og hefur líka skelfilegar afleiðingar á umhverfið allt í kring um mig. Ég er að fara með heiminn til fjandans. Þeir sem tilheyra ég-menningunni standa líka oft og iðulega utan trúfélaga. Það er svo sem gott og blessað. Mér er víst tryggður sá réttur að geta farið með líf mitt í ræsið samkvæmt trúfrelsisákvæði stjórnarskráarinnar. Það þýðir þó ekki að ég sé undanskilin sóknargjöldum til ríkiskirkjunnar. Mín kostnaðarþátttaka í sóknargjöldum er nákvæmlega sú sama og þátttaka þeirra sem eru í trúfélgöum og lífsskoðunarfélugum sem fá slík gjöld greidd frá ríkinu. Hvers vegna skyldi það vera? Samkvæmt predikun prestsins veiklast samfélagsgildin þegar menning Vesturlanda tekur þessa u-beygju sjálfhverfunnar sem ég hef tekið. Ég-menningin setur viðmið. Guðstrú og trúarafstaða fólks breytist og það sem ekki þjónar sjálfinu og uppfyllir einkaþarfir er látið gossa. Trúarstofnanir og menningarstofnanir lenda í svelg og týnast í glatkistu sögunnar segir hann. Þess vegna er ef til vill sjálfsagt að ég borgi sérstakan skatt til samfélagsins. Varla get ég vælt yfir því? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun
Því miður voru þeir alltof fáir sem hlýddu á áhugaverða predikun sóknarprestsins í Hallgrímskirkju síðastliðinn sunnudag. Samkvæmt henni tilheyri ég sérstakri menningu sem kalla má ég-menningu. Þar er ekkert einstaklingnum æðra, engin gildi sem þarf að taka mið af og ekkert sem í raun máli skiptir nema það varði mig eða mitt. Ég-menningin er vefur einstaklingshyggju sem er skeytingarlaus um stórgildi sögu eða þarfa annarra. Síðast en ekki síst er Guð ég-menningarfólki dauður, trúin óþörf sem og allt hitt sem einstaklingurinn kann ekki við. Þessi pistill er einmitt lifandi dæmi um þessa ómenningu. Hann fjallar bara um sjálfan mig og skeytir engu um samfélagið sem ég vex uppúr. Ég er egósentrískt megalómaníak sem tek bara selfie-myndir og nota við það viðurstyggilega selfie-stöng. Ég er illa haldin af sjálfusótt sem er eins og hver önnur fíkn. Getur verið jafn skefjalaus og hefur líka skelfilegar afleiðingar á umhverfið allt í kring um mig. Ég er að fara með heiminn til fjandans. Þeir sem tilheyra ég-menningunni standa líka oft og iðulega utan trúfélaga. Það er svo sem gott og blessað. Mér er víst tryggður sá réttur að geta farið með líf mitt í ræsið samkvæmt trúfrelsisákvæði stjórnarskráarinnar. Það þýðir þó ekki að ég sé undanskilin sóknargjöldum til ríkiskirkjunnar. Mín kostnaðarþátttaka í sóknargjöldum er nákvæmlega sú sama og þátttaka þeirra sem eru í trúfélgöum og lífsskoðunarfélugum sem fá slík gjöld greidd frá ríkinu. Hvers vegna skyldi það vera? Samkvæmt predikun prestsins veiklast samfélagsgildin þegar menning Vesturlanda tekur þessa u-beygju sjálfhverfunnar sem ég hef tekið. Ég-menningin setur viðmið. Guðstrú og trúarafstaða fólks breytist og það sem ekki þjónar sjálfinu og uppfyllir einkaþarfir er látið gossa. Trúarstofnanir og menningarstofnanir lenda í svelg og týnast í glatkistu sögunnar segir hann. Þess vegna er ef til vill sjálfsagt að ég borgi sérstakan skatt til samfélagsins. Varla get ég vælt yfir því?
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun