Körfubolti

Clippers sektað fyrir brot á reglum deildarinnar

DeAndre er ekki frægur fyrir vítaköst sín.
DeAndre er ekki frægur fyrir vítaköst sín. Vísir/Getty
NBA-deildin staðfesti í dag að Los Angeles Clippers þyrfti að greiða 250.000 dollara sekt, tæplega 32 milljónir íslenskra króna fyrir brot á reglum deildarinnar í samningsviðræðum við DeAndre Jordan, stjörnumiðherja liðsins.

Buðu forráðamenn Clippers leikmanninum 88 milljón dollara samning ásamt því að hann myndi fá auglýsingarsamning hjá japanska bílaframleiðandanum Lexus gegn því að hann myndi skrifa undir nýjan samning við félagið. Gerðu forráðamenn Clippers það eftir að Jordan gaf forráðamönnum Dallas Mavericks loforð um að hann myndi skrifa undir hjá félaginu.

Er bannað samkvæmt reglum deildarinnar að bjóða leikmönnum auglýsingarsamninga við þriðja aðila við samningsviðræður en samningurinn sem félagið bauð Jordan hljómaði upp á 200.000 dollara.

Samkvæmt heimildarmönnum ESPN var þetta ekki eina reglubrotið í viðræðum við Jordan en eigandi Dallas Mavericks bauð leikmanninum not af einkaþotu sinni.

Vöktu samningsviðræður Jordan við félögin töluverða athygli á sínum tíma en leikmenn og þjálfari Los Angeles Clippers ferðuðust heim til leikmannsins á síðustu stundu til þess að gæta þess að forráðamenn Dallas Clippers kæmust ekki til hans eftir að honum snerist hugur.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×