Á ársfundi flokksins, sem mun fara fram þann 5. september næstkomandi, mun Guðmundur Steingrímsson hætta sem sem formaður flokksins. Nafn Heiðu hafði komið upp í umræðunni um mögulegan arftaka Guðmundar.
„Breytingarnar sem Björt framtíð er að ganga í gegnum snúast ekki um mig eða minn metnað heldur um það að flokkurinn geti endurvakið áhuga kjósenda og fundið neistann sem til þarf til að hrífa aðra með,“ skrifar Heiða.
Heiða er varaþingmaður flokksins en hún mun taka sæti á þingi í haust þar sem Björt Ólafsdóttir er á leið í fæðingarorlof.