Það eru góðir tímar fram undan í íslenskum körfubolta Heynry Birgir Gunnarsson skrifar 26. ágúst 2015 06:00 Hannes S. Jónsson og forsætisráðherrann Sigmundur Davíð í gær. Vísir/Ernir "Allur svona stuðningur skiptir miklu máli og við erum afar þakklátir ríkisstjórninni fyrir þennan stuðning," segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, en það var stór dagur hjá Körfuknattleikssambandinu í gær. Þá var tilkynnt hvaða tólf leikmenn munu verja heiður Íslands á fyrsta stórmótinu sem körfuboltalandsliðið kemst á. Ísland mun hefja leik á EM í Berlín þann 5. september. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mætti á fundinn og tilkynnti um styrk frá ríkisstjórninni til KKÍ vegna verkefnisins. "Þetta er líka viðurkenning fyrir það starf sem við höfum verið að vinna á undanförnum árum. Sigmundur hefur orðið var við á ferðum sínum erlendis að menn eru að tala um þennan árangur körfuboltaliðsins og annan íþróttaárangur Íslendinga. Ég held að stjórnvöld séu farin að átta sig á því hversu mikil landkynning íþróttafólkið okkar er." Styrkur ríkisstjórnarinnar er upp á 7,5 milljónir króna en er þá búið að brúa bilið og ljóst að KKÍ kemur ekki út í tapi á þessu verkefni sem kostar um 40 milljónir króna? "Ég hugsa að við töpum ekki peningum á þessu ári en það er ekki alveg búið að brúa bilið. Þetta fer langleiðina með að brúa bilið fyrir þetta verkefni." Hannes er einn fárra í íþróttahreyfingunni sem hefur verið óhræddur við að gagnrýna stjórnvöld fyrir lítinn stuðning við íþróttahreyfinguna. Hann var loksins bænheyrður í gær. Að einhverju leyti hið minnsta. "Ég er mjög ánægður að sjá þennan stuðning í dag en þetta er það sem ég vil sjá almennt í íþróttahreyfingunni. Eins og forsætisráðherra talaði um þá er þetta eitthvað sem hann vonast til að geta gert áfram á næstu árum. Ég vona að við eigum eftir að sjá enn frekari stuðning við okkur og íþróttahreyfinguna á komandi árum," segir Hannes en trúir hann því að forsætisráðherra muni standa við orð sín á fundinum á næstu árum? "Eigum við ekki að segja það. Þetta er góður dagur og þá á maður að vera jákvæður. Ég treysti því." Fyrir utan þessar 7,5 milljónir króna frá ríkisvaldinu þá hefur hreyfing sem kallar sig Körfuboltafjölskylduna safnað 6 milljónum króna. Afrekssjóður ÍSÍ styrkti verkefnið um 12 milljónir króna og einnig koma peningar frá samstarfsaðilum. Þeir eru margir sem vilja KKÍ og landsliðinu vel í aðdraganda mótsins. "Körfuboltafjölskyldan er ekki hætt og það er frábært. Þessi stuðningur mun vonandi koma til með að vera á næstu árum hjá okkur sem er frábært. Það eru góðir tímar fram undan í íslenskum körfubolta. FIBA Europe og Eurobasket taka þátt í hluta að hótelkostnaði okkar í Berlín. Ég verð að viðurkenna að ég var að vonast eftir meiri stuðningi þar enda eru miklir peningar í evrópskum körfubolta. Þeir lofa meiri stuðningi árið 2017 og við verðum þá að koma okkur bara á það mót," sagði formaðurinn brosmildur. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Þessir sex berjast um þrjú sæti í Berlínarhópnum Fréttablaðið skoðaði spilatíma leikmanna í æfingaleikjunum fyrir Evrópumótið í körfubolta til að gera sér betur grein fyrir því hvaða tólf leikmenn verða í fyrsta stórmótahópi Íslands sem verður tilkynntur í dag. 25. ágúst 2015 07:00 Jón Arnór: Ég er vel gíraður Það var kominn fiðringur í Jón Arnór Stefánsson er EM-hópurinn í körfubolta var kynntur í KR-heimilinu í dag. 25. ágúst 2015 14:00 Ríkisstjórnin styrkir körfuboltalandsliðið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var óvænt mættur á fund KKÍ í dag þar sem EM-hópurinn var tilkynntur. 25. ágúst 2015 14:30 EM-hópurinn klár | Brynjar, Sigurður Ágúst og Sigurður Gunnar sitja eftir Tólf manna EM-hópur er klár 25. ágúst 2015 12:21 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
"Allur svona stuðningur skiptir miklu máli og við erum afar þakklátir ríkisstjórninni fyrir þennan stuðning," segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, en það var stór dagur hjá Körfuknattleikssambandinu í gær. Þá var tilkynnt hvaða tólf leikmenn munu verja heiður Íslands á fyrsta stórmótinu sem körfuboltalandsliðið kemst á. Ísland mun hefja leik á EM í Berlín þann 5. september. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mætti á fundinn og tilkynnti um styrk frá ríkisstjórninni til KKÍ vegna verkefnisins. "Þetta er líka viðurkenning fyrir það starf sem við höfum verið að vinna á undanförnum árum. Sigmundur hefur orðið var við á ferðum sínum erlendis að menn eru að tala um þennan árangur körfuboltaliðsins og annan íþróttaárangur Íslendinga. Ég held að stjórnvöld séu farin að átta sig á því hversu mikil landkynning íþróttafólkið okkar er." Styrkur ríkisstjórnarinnar er upp á 7,5 milljónir króna en er þá búið að brúa bilið og ljóst að KKÍ kemur ekki út í tapi á þessu verkefni sem kostar um 40 milljónir króna? "Ég hugsa að við töpum ekki peningum á þessu ári en það er ekki alveg búið að brúa bilið. Þetta fer langleiðina með að brúa bilið fyrir þetta verkefni." Hannes er einn fárra í íþróttahreyfingunni sem hefur verið óhræddur við að gagnrýna stjórnvöld fyrir lítinn stuðning við íþróttahreyfinguna. Hann var loksins bænheyrður í gær. Að einhverju leyti hið minnsta. "Ég er mjög ánægður að sjá þennan stuðning í dag en þetta er það sem ég vil sjá almennt í íþróttahreyfingunni. Eins og forsætisráðherra talaði um þá er þetta eitthvað sem hann vonast til að geta gert áfram á næstu árum. Ég vona að við eigum eftir að sjá enn frekari stuðning við okkur og íþróttahreyfinguna á komandi árum," segir Hannes en trúir hann því að forsætisráðherra muni standa við orð sín á fundinum á næstu árum? "Eigum við ekki að segja það. Þetta er góður dagur og þá á maður að vera jákvæður. Ég treysti því." Fyrir utan þessar 7,5 milljónir króna frá ríkisvaldinu þá hefur hreyfing sem kallar sig Körfuboltafjölskylduna safnað 6 milljónum króna. Afrekssjóður ÍSÍ styrkti verkefnið um 12 milljónir króna og einnig koma peningar frá samstarfsaðilum. Þeir eru margir sem vilja KKÍ og landsliðinu vel í aðdraganda mótsins. "Körfuboltafjölskyldan er ekki hætt og það er frábært. Þessi stuðningur mun vonandi koma til með að vera á næstu árum hjá okkur sem er frábært. Það eru góðir tímar fram undan í íslenskum körfubolta. FIBA Europe og Eurobasket taka þátt í hluta að hótelkostnaði okkar í Berlín. Ég verð að viðurkenna að ég var að vonast eftir meiri stuðningi þar enda eru miklir peningar í evrópskum körfubolta. Þeir lofa meiri stuðningi árið 2017 og við verðum þá að koma okkur bara á það mót," sagði formaðurinn brosmildur.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Þessir sex berjast um þrjú sæti í Berlínarhópnum Fréttablaðið skoðaði spilatíma leikmanna í æfingaleikjunum fyrir Evrópumótið í körfubolta til að gera sér betur grein fyrir því hvaða tólf leikmenn verða í fyrsta stórmótahópi Íslands sem verður tilkynntur í dag. 25. ágúst 2015 07:00 Jón Arnór: Ég er vel gíraður Það var kominn fiðringur í Jón Arnór Stefánsson er EM-hópurinn í körfubolta var kynntur í KR-heimilinu í dag. 25. ágúst 2015 14:00 Ríkisstjórnin styrkir körfuboltalandsliðið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var óvænt mættur á fund KKÍ í dag þar sem EM-hópurinn var tilkynntur. 25. ágúst 2015 14:30 EM-hópurinn klár | Brynjar, Sigurður Ágúst og Sigurður Gunnar sitja eftir Tólf manna EM-hópur er klár 25. ágúst 2015 12:21 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Þessir sex berjast um þrjú sæti í Berlínarhópnum Fréttablaðið skoðaði spilatíma leikmanna í æfingaleikjunum fyrir Evrópumótið í körfubolta til að gera sér betur grein fyrir því hvaða tólf leikmenn verða í fyrsta stórmótahópi Íslands sem verður tilkynntur í dag. 25. ágúst 2015 07:00
Jón Arnór: Ég er vel gíraður Það var kominn fiðringur í Jón Arnór Stefánsson er EM-hópurinn í körfubolta var kynntur í KR-heimilinu í dag. 25. ágúst 2015 14:00
Ríkisstjórnin styrkir körfuboltalandsliðið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var óvænt mættur á fund KKÍ í dag þar sem EM-hópurinn var tilkynntur. 25. ágúst 2015 14:30
EM-hópurinn klár | Brynjar, Sigurður Ágúst og Sigurður Gunnar sitja eftir Tólf manna EM-hópur er klár 25. ágúst 2015 12:21
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum