Það eru góðir tímar fram undan í íslenskum körfubolta Heynry Birgir Gunnarsson skrifar 26. ágúst 2015 06:00 Hannes S. Jónsson og forsætisráðherrann Sigmundur Davíð í gær. Vísir/Ernir "Allur svona stuðningur skiptir miklu máli og við erum afar þakklátir ríkisstjórninni fyrir þennan stuðning," segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, en það var stór dagur hjá Körfuknattleikssambandinu í gær. Þá var tilkynnt hvaða tólf leikmenn munu verja heiður Íslands á fyrsta stórmótinu sem körfuboltalandsliðið kemst á. Ísland mun hefja leik á EM í Berlín þann 5. september. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mætti á fundinn og tilkynnti um styrk frá ríkisstjórninni til KKÍ vegna verkefnisins. "Þetta er líka viðurkenning fyrir það starf sem við höfum verið að vinna á undanförnum árum. Sigmundur hefur orðið var við á ferðum sínum erlendis að menn eru að tala um þennan árangur körfuboltaliðsins og annan íþróttaárangur Íslendinga. Ég held að stjórnvöld séu farin að átta sig á því hversu mikil landkynning íþróttafólkið okkar er." Styrkur ríkisstjórnarinnar er upp á 7,5 milljónir króna en er þá búið að brúa bilið og ljóst að KKÍ kemur ekki út í tapi á þessu verkefni sem kostar um 40 milljónir króna? "Ég hugsa að við töpum ekki peningum á þessu ári en það er ekki alveg búið að brúa bilið. Þetta fer langleiðina með að brúa bilið fyrir þetta verkefni." Hannes er einn fárra í íþróttahreyfingunni sem hefur verið óhræddur við að gagnrýna stjórnvöld fyrir lítinn stuðning við íþróttahreyfinguna. Hann var loksins bænheyrður í gær. Að einhverju leyti hið minnsta. "Ég er mjög ánægður að sjá þennan stuðning í dag en þetta er það sem ég vil sjá almennt í íþróttahreyfingunni. Eins og forsætisráðherra talaði um þá er þetta eitthvað sem hann vonast til að geta gert áfram á næstu árum. Ég vona að við eigum eftir að sjá enn frekari stuðning við okkur og íþróttahreyfinguna á komandi árum," segir Hannes en trúir hann því að forsætisráðherra muni standa við orð sín á fundinum á næstu árum? "Eigum við ekki að segja það. Þetta er góður dagur og þá á maður að vera jákvæður. Ég treysti því." Fyrir utan þessar 7,5 milljónir króna frá ríkisvaldinu þá hefur hreyfing sem kallar sig Körfuboltafjölskylduna safnað 6 milljónum króna. Afrekssjóður ÍSÍ styrkti verkefnið um 12 milljónir króna og einnig koma peningar frá samstarfsaðilum. Þeir eru margir sem vilja KKÍ og landsliðinu vel í aðdraganda mótsins. "Körfuboltafjölskyldan er ekki hætt og það er frábært. Þessi stuðningur mun vonandi koma til með að vera á næstu árum hjá okkur sem er frábært. Það eru góðir tímar fram undan í íslenskum körfubolta. FIBA Europe og Eurobasket taka þátt í hluta að hótelkostnaði okkar í Berlín. Ég verð að viðurkenna að ég var að vonast eftir meiri stuðningi þar enda eru miklir peningar í evrópskum körfubolta. Þeir lofa meiri stuðningi árið 2017 og við verðum þá að koma okkur bara á það mót," sagði formaðurinn brosmildur. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Þessir sex berjast um þrjú sæti í Berlínarhópnum Fréttablaðið skoðaði spilatíma leikmanna í æfingaleikjunum fyrir Evrópumótið í körfubolta til að gera sér betur grein fyrir því hvaða tólf leikmenn verða í fyrsta stórmótahópi Íslands sem verður tilkynntur í dag. 25. ágúst 2015 07:00 Jón Arnór: Ég er vel gíraður Það var kominn fiðringur í Jón Arnór Stefánsson er EM-hópurinn í körfubolta var kynntur í KR-heimilinu í dag. 25. ágúst 2015 14:00 Ríkisstjórnin styrkir körfuboltalandsliðið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var óvænt mættur á fund KKÍ í dag þar sem EM-hópurinn var tilkynntur. 25. ágúst 2015 14:30 EM-hópurinn klár | Brynjar, Sigurður Ágúst og Sigurður Gunnar sitja eftir Tólf manna EM-hópur er klár 25. ágúst 2015 12:21 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik | Blikar stíga aftur á stóra sviðið Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Sjá meira
"Allur svona stuðningur skiptir miklu máli og við erum afar þakklátir ríkisstjórninni fyrir þennan stuðning," segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, en það var stór dagur hjá Körfuknattleikssambandinu í gær. Þá var tilkynnt hvaða tólf leikmenn munu verja heiður Íslands á fyrsta stórmótinu sem körfuboltalandsliðið kemst á. Ísland mun hefja leik á EM í Berlín þann 5. september. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mætti á fundinn og tilkynnti um styrk frá ríkisstjórninni til KKÍ vegna verkefnisins. "Þetta er líka viðurkenning fyrir það starf sem við höfum verið að vinna á undanförnum árum. Sigmundur hefur orðið var við á ferðum sínum erlendis að menn eru að tala um þennan árangur körfuboltaliðsins og annan íþróttaárangur Íslendinga. Ég held að stjórnvöld séu farin að átta sig á því hversu mikil landkynning íþróttafólkið okkar er." Styrkur ríkisstjórnarinnar er upp á 7,5 milljónir króna en er þá búið að brúa bilið og ljóst að KKÍ kemur ekki út í tapi á þessu verkefni sem kostar um 40 milljónir króna? "Ég hugsa að við töpum ekki peningum á þessu ári en það er ekki alveg búið að brúa bilið. Þetta fer langleiðina með að brúa bilið fyrir þetta verkefni." Hannes er einn fárra í íþróttahreyfingunni sem hefur verið óhræddur við að gagnrýna stjórnvöld fyrir lítinn stuðning við íþróttahreyfinguna. Hann var loksins bænheyrður í gær. Að einhverju leyti hið minnsta. "Ég er mjög ánægður að sjá þennan stuðning í dag en þetta er það sem ég vil sjá almennt í íþróttahreyfingunni. Eins og forsætisráðherra talaði um þá er þetta eitthvað sem hann vonast til að geta gert áfram á næstu árum. Ég vona að við eigum eftir að sjá enn frekari stuðning við okkur og íþróttahreyfinguna á komandi árum," segir Hannes en trúir hann því að forsætisráðherra muni standa við orð sín á fundinum á næstu árum? "Eigum við ekki að segja það. Þetta er góður dagur og þá á maður að vera jákvæður. Ég treysti því." Fyrir utan þessar 7,5 milljónir króna frá ríkisvaldinu þá hefur hreyfing sem kallar sig Körfuboltafjölskylduna safnað 6 milljónum króna. Afrekssjóður ÍSÍ styrkti verkefnið um 12 milljónir króna og einnig koma peningar frá samstarfsaðilum. Þeir eru margir sem vilja KKÍ og landsliðinu vel í aðdraganda mótsins. "Körfuboltafjölskyldan er ekki hætt og það er frábært. Þessi stuðningur mun vonandi koma til með að vera á næstu árum hjá okkur sem er frábært. Það eru góðir tímar fram undan í íslenskum körfubolta. FIBA Europe og Eurobasket taka þátt í hluta að hótelkostnaði okkar í Berlín. Ég verð að viðurkenna að ég var að vonast eftir meiri stuðningi þar enda eru miklir peningar í evrópskum körfubolta. Þeir lofa meiri stuðningi árið 2017 og við verðum þá að koma okkur bara á það mót," sagði formaðurinn brosmildur.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Þessir sex berjast um þrjú sæti í Berlínarhópnum Fréttablaðið skoðaði spilatíma leikmanna í æfingaleikjunum fyrir Evrópumótið í körfubolta til að gera sér betur grein fyrir því hvaða tólf leikmenn verða í fyrsta stórmótahópi Íslands sem verður tilkynntur í dag. 25. ágúst 2015 07:00 Jón Arnór: Ég er vel gíraður Það var kominn fiðringur í Jón Arnór Stefánsson er EM-hópurinn í körfubolta var kynntur í KR-heimilinu í dag. 25. ágúst 2015 14:00 Ríkisstjórnin styrkir körfuboltalandsliðið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var óvænt mættur á fund KKÍ í dag þar sem EM-hópurinn var tilkynntur. 25. ágúst 2015 14:30 EM-hópurinn klár | Brynjar, Sigurður Ágúst og Sigurður Gunnar sitja eftir Tólf manna EM-hópur er klár 25. ágúst 2015 12:21 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik | Blikar stíga aftur á stóra sviðið Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Sjá meira
Þessir sex berjast um þrjú sæti í Berlínarhópnum Fréttablaðið skoðaði spilatíma leikmanna í æfingaleikjunum fyrir Evrópumótið í körfubolta til að gera sér betur grein fyrir því hvaða tólf leikmenn verða í fyrsta stórmótahópi Íslands sem verður tilkynntur í dag. 25. ágúst 2015 07:00
Jón Arnór: Ég er vel gíraður Það var kominn fiðringur í Jón Arnór Stefánsson er EM-hópurinn í körfubolta var kynntur í KR-heimilinu í dag. 25. ágúst 2015 14:00
Ríkisstjórnin styrkir körfuboltalandsliðið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var óvænt mættur á fund KKÍ í dag þar sem EM-hópurinn var tilkynntur. 25. ágúst 2015 14:30
EM-hópurinn klár | Brynjar, Sigurður Ágúst og Sigurður Gunnar sitja eftir Tólf manna EM-hópur er klár 25. ágúst 2015 12:21