Innanríkisráðuneyti Spánar segir lögregluna vera enn að störfum og hefur ekki gefið upp frekari upplýsingar.
Handtökurnar fóru fram í úthverfum Madrid og í nokkrum borgum í Marokkó. Ayoub El-Khazzani, sem handtekinn var í Frakklandi eftir misheppnaða árás í lest, er frá Marokkó. Hann flutti flutti til Spánar árið 2007 og bjó þar í sjö ár áður en hann flutti til Frakklands.

Þar segir einnig að sérfræðingar lögreglunnar í hryðjuverkum á Spáni telji að um 800 einstaklingar séu nú tilbúnir til árása í Evrópu. Flestir þeirra hafi snúið aftur heim eftir að hafa barist í Sýrlandi og Írak.