Myndin verið frumsýnd þann 1. Desember næstkomandi í tengslum við sýningu á millilínu Chanel, Métiers d´Arts. Lagerfeld fer fögum orðum um leik Stewart en segir hana hafa verið erfiða í tökunum eins og sannri dívu sæmir.
Stewart hefur löngum verið í uppáhaldi hjá Lagerfeld, tók þátt í Haute Couture sýningunni hans í París í sumar, hefur verið andlit tískuhússins og er yfirleitt á fremsta bekk á sýningu Chanel á tískuvikunum ásamt því að klæðast fatnaði úr hans smiðju á rauða dreglinum.

Nýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - tryggðu þér eintak!
Fylgstu með Glamour á Instagram og á Facebook.