Tugþúsundir karla, kvenna og barna á vergangi Heimir Már Pétursson skrifar 23. ágúst 2015 18:59 Tugþúsundir flóttamanna; karlar, konur og börn eru á vergangi víðs vegar um Evrópu vegna átaka sem Vesturlönd hafa átt beina eða óbeina aðild að. Landamæraverðir í Makedóníu gáfust upp í morgun við að reyna að hefta straum fólks yfir landamærin frá Grikklandi. Undanfarnar vikur hafa um tvö þúsund manns farið yfir landamærin frá yfirfullum flóttamannabúðum í Grikklandi yfir til Makedóníu. Ríkisstjórn landsins lýsti yfir neyðarástandi á fimmtudag en eftir að varnarmúrar brustu í gær gáfust landamæraverðir endanlega upp í morgun við að reyna að hemja strauminn. Flóttafólk sem kemur þessa leið er flest frá Afganistan, Sýrlandi og Írak og er á flótta undan stríðsátökum. Flestir stoppa ekki lengi í Makedóníu en halda förinni áfram til Serbíu og þaðan til Ungverjalands í von um að komast að lokum inna á Schengen svæðið í öryggið í vestur Evrópu. Lestarstöðin í Gevgelija í Makedóníu er full af fólki sem dögum saman hefur þurft að sofa undir berum himni með mjög takmarkað aðgengi að vatni og mat. Aslam ungur maður frá Afganistan ere inn þeirra sem komst til Makedóníu í dag. „Ég held að landamærin hafi verið lokuð í þrjá daga. En í dag var ástandið betra og okkur tókst að komast alla leið frá Aþenu. Mér líður betur núna komandi frá landi þar sem ríkir stríð. Nú vona ég að mér auðnist að lifa góðu lífi í öruggu landi. Vonandi verður allt betra en við sjáum til hvað gerist,“ sagði Aslam vongóður.Venjulegt fólk á flótta undan stríði og eymdMargt af þessu fólki lifði eðlilegu lífi í heimalandi sínu þar til stríðsátök hrakti það á flótta. Mohamed Haji-Rachid frá Aleppo í Sýrlandi hefur fengið skjól fyrir sig, eiginkonuna og barnungan son í Þýskalandi. „Við höfðum það gott í Sýrlandi áður en stríðið braust út. Ég var með vinnu, við áttum bíl og nóg af peningum. Við áttum yfirhöfuð gott líf. Ég kem ekki til Þýskalands vegna peninga heldur vegna þess að ástandið er orðið svo slæmt að ég sá enga aðra leið en yfirgefa heimaland mitt,“ segir Haji-Rachid. Andúð á útlendingum almennt og þá sérstaklega á flóttamönnum hefur farið vaxandi víðs vegar um Evrópu með auknum flóttamannastraumi og efnahagslegum afturkipp. Til að mynda kom til átaka lögreglu og á annað hundrað mótmælenda hægri öfgamanna í borginni Heidenau í Þýsklandi í gærkvöldi. En þar hefur verið komið upp nýjum flóttamannabúðum. Borgarstjórinn fordæmdi mótmælendur og sagði að Þjóðverjar ættu að taka vel á móti flóttafólki. Flóttamannastraumurinn er ekki bara frá Afganistan, Sýrlandi og Írak. Ítalska flotanum og norsku varðskipi tókst að bjarga um fjögur þúsund flóttamönnum á illa búnum bátum á Miðjarðarhafinu í gær. Nú þegar hafa um 2.200 flóttamenn farist á hafinu á þessu ári í tilraunum sínum til að að öðlast öryggi og betra líf í vestur Evrópu. Flóttamenn Grikkland Tengdar fréttir Makedónía beitir táragasi á flóttamenn Þúsundir flóttamanna gerðu tilraun í morgun til þess að komast inn í Makedóníu frá Grikklandi. 21. ágúst 2015 10:20 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira
Tugþúsundir flóttamanna; karlar, konur og börn eru á vergangi víðs vegar um Evrópu vegna átaka sem Vesturlönd hafa átt beina eða óbeina aðild að. Landamæraverðir í Makedóníu gáfust upp í morgun við að reyna að hefta straum fólks yfir landamærin frá Grikklandi. Undanfarnar vikur hafa um tvö þúsund manns farið yfir landamærin frá yfirfullum flóttamannabúðum í Grikklandi yfir til Makedóníu. Ríkisstjórn landsins lýsti yfir neyðarástandi á fimmtudag en eftir að varnarmúrar brustu í gær gáfust landamæraverðir endanlega upp í morgun við að reyna að hemja strauminn. Flóttafólk sem kemur þessa leið er flest frá Afganistan, Sýrlandi og Írak og er á flótta undan stríðsátökum. Flestir stoppa ekki lengi í Makedóníu en halda förinni áfram til Serbíu og þaðan til Ungverjalands í von um að komast að lokum inna á Schengen svæðið í öryggið í vestur Evrópu. Lestarstöðin í Gevgelija í Makedóníu er full af fólki sem dögum saman hefur þurft að sofa undir berum himni með mjög takmarkað aðgengi að vatni og mat. Aslam ungur maður frá Afganistan ere inn þeirra sem komst til Makedóníu í dag. „Ég held að landamærin hafi verið lokuð í þrjá daga. En í dag var ástandið betra og okkur tókst að komast alla leið frá Aþenu. Mér líður betur núna komandi frá landi þar sem ríkir stríð. Nú vona ég að mér auðnist að lifa góðu lífi í öruggu landi. Vonandi verður allt betra en við sjáum til hvað gerist,“ sagði Aslam vongóður.Venjulegt fólk á flótta undan stríði og eymdMargt af þessu fólki lifði eðlilegu lífi í heimalandi sínu þar til stríðsátök hrakti það á flótta. Mohamed Haji-Rachid frá Aleppo í Sýrlandi hefur fengið skjól fyrir sig, eiginkonuna og barnungan son í Þýskalandi. „Við höfðum það gott í Sýrlandi áður en stríðið braust út. Ég var með vinnu, við áttum bíl og nóg af peningum. Við áttum yfirhöfuð gott líf. Ég kem ekki til Þýskalands vegna peninga heldur vegna þess að ástandið er orðið svo slæmt að ég sá enga aðra leið en yfirgefa heimaland mitt,“ segir Haji-Rachid. Andúð á útlendingum almennt og þá sérstaklega á flóttamönnum hefur farið vaxandi víðs vegar um Evrópu með auknum flóttamannastraumi og efnahagslegum afturkipp. Til að mynda kom til átaka lögreglu og á annað hundrað mótmælenda hægri öfgamanna í borginni Heidenau í Þýsklandi í gærkvöldi. En þar hefur verið komið upp nýjum flóttamannabúðum. Borgarstjórinn fordæmdi mótmælendur og sagði að Þjóðverjar ættu að taka vel á móti flóttafólki. Flóttamannastraumurinn er ekki bara frá Afganistan, Sýrlandi og Írak. Ítalska flotanum og norsku varðskipi tókst að bjarga um fjögur þúsund flóttamönnum á illa búnum bátum á Miðjarðarhafinu í gær. Nú þegar hafa um 2.200 flóttamenn farist á hafinu á þessu ári í tilraunum sínum til að að öðlast öryggi og betra líf í vestur Evrópu.
Flóttamenn Grikkland Tengdar fréttir Makedónía beitir táragasi á flóttamenn Þúsundir flóttamanna gerðu tilraun í morgun til þess að komast inn í Makedóníu frá Grikklandi. 21. ágúst 2015 10:20 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira
Makedónía beitir táragasi á flóttamenn Þúsundir flóttamanna gerðu tilraun í morgun til þess að komast inn í Makedóníu frá Grikklandi. 21. ágúst 2015 10:20