Innlent

Björt framtíð vill kvóta á uppboð

Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar
Róbert Marhsall
Róbert Marhsall Vísir/
Ranghermt var í Fréttablaðinu í morgun að Björt framtíð vildi allan afla á markað, hið rétta er að flokkurinn vill uppboð á veiðiheimildum. Beðist er velvirðingar á mistökunum.

Róbert Marshall, formaður þingflokks Bjartrar framtíðar, fór í blaðinu yfir þau þrjú mál sem flokkurinn mun á komandi þingi leggja mesta áherslu á. Þar ber hæst uppboðsleið á veiðiheimildum.

„Við viljum að veiðiheimildir á nýjum tegundum fari beint á uppboð. Við viljum að makríll fari yfir í uppboðskerfi á sex árum og svo viljum við að næsta skref á eftir því sé að uppsjávarafli fari yfir í uppboðskerfi á aðeins lengra tímabili. Svo verði unnið að því að koma restinni inn í uppboðskerfi líka og allt verði þar á endanum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×