Aktívistinn Hildur Sverrisdóttir skrifar 21. ágúst 2015 07:00 Í sumar fór ég í verslun í miðbænum. Við innganginn var ég næstum gengin á kæli fullan af pilsner. Kælirinn var furðulega stór, á besta stað, upplýstur og nánast glimmerskreyttur, svo lokkandi var hann. Það er heldur undarlegt að verslun sem býður upp á einungis tvær tegundir af osti skuli státa af mörgum, ef ekki bara öllum, tegundum af pilsner. Enda tilgangurinn augljós; blekkja ferðamenn sem þekkja ekki til stífrar og séríslenskrar lagasetningar um bann við bjórsölu í búðum. Enda stóð þarna eldri ferðamannsræfill og tíndi dósir ofan í körfu. Ég gat ekki horft upp á hann ganga í lokkandi gildruna og vatt mér því að manninum sem eftir langa mæðu náði skilaboðunum; að þetta væri alls ekki bjór. Hann horfði á mig í forundran og skilaði svo dósunum. Hann var nýfarinn þegar inn kom hópur af ungum ferðamönnum sem byrjuðu strax að birgja sig upp af pilsner. Einn skaust til að kaupa salthnetur. Kaupin voru svo partívæn að hver heilvita maður gat sagt sér að þau voru að gera sömu mistökin. Ég ákvað að hinkra og sjá hvort afgreiðslufólkið á kassanum myndi benda þeim á það. Það gerði það ekki. Ég, orðin sjálfskipaður sendiherra þess að plata ekki ferðamenn, skarst því í leikinn og benti þeim pent á að „bjórinn“ væri óáfengur. Þau hættu við kaupin og gengu hlæjandi út. Ég skildi þau vel. Ég ákvað að gerast aktívisti. Ég leitaði í töskunni minni og fann þar post-it-miða. Vopnuð sannfæringu um að það sé ekki réttlætanlegt að plata í skjóli kjánalegra lagasetninga skrifaði ég á miðann skýrum stöfum Non alcoholic, festi á pilsnerkælinn og gekk hnarreist út. Svo það er rétt að koma með viðvörun til verslana: Ef Alþingi sér ekki sóma sinn í að afnema þetta löngu úrelta og vandræðalega bann og þið ætlið ykkur því að viðhalda sömu blekkingum gagnvart ferðamönnum í einhverju leikhúsi fáránleikans; I'll be back! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun
Í sumar fór ég í verslun í miðbænum. Við innganginn var ég næstum gengin á kæli fullan af pilsner. Kælirinn var furðulega stór, á besta stað, upplýstur og nánast glimmerskreyttur, svo lokkandi var hann. Það er heldur undarlegt að verslun sem býður upp á einungis tvær tegundir af osti skuli státa af mörgum, ef ekki bara öllum, tegundum af pilsner. Enda tilgangurinn augljós; blekkja ferðamenn sem þekkja ekki til stífrar og séríslenskrar lagasetningar um bann við bjórsölu í búðum. Enda stóð þarna eldri ferðamannsræfill og tíndi dósir ofan í körfu. Ég gat ekki horft upp á hann ganga í lokkandi gildruna og vatt mér því að manninum sem eftir langa mæðu náði skilaboðunum; að þetta væri alls ekki bjór. Hann horfði á mig í forundran og skilaði svo dósunum. Hann var nýfarinn þegar inn kom hópur af ungum ferðamönnum sem byrjuðu strax að birgja sig upp af pilsner. Einn skaust til að kaupa salthnetur. Kaupin voru svo partívæn að hver heilvita maður gat sagt sér að þau voru að gera sömu mistökin. Ég ákvað að hinkra og sjá hvort afgreiðslufólkið á kassanum myndi benda þeim á það. Það gerði það ekki. Ég, orðin sjálfskipaður sendiherra þess að plata ekki ferðamenn, skarst því í leikinn og benti þeim pent á að „bjórinn“ væri óáfengur. Þau hættu við kaupin og gengu hlæjandi út. Ég skildi þau vel. Ég ákvað að gerast aktívisti. Ég leitaði í töskunni minni og fann þar post-it-miða. Vopnuð sannfæringu um að það sé ekki réttlætanlegt að plata í skjóli kjánalegra lagasetninga skrifaði ég á miðann skýrum stöfum Non alcoholic, festi á pilsnerkælinn og gekk hnarreist út. Svo það er rétt að koma með viðvörun til verslana: Ef Alþingi sér ekki sóma sinn í að afnema þetta löngu úrelta og vandræðalega bann og þið ætlið ykkur því að viðhalda sömu blekkingum gagnvart ferðamönnum í einhverju leikhúsi fáránleikans; I'll be back!
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun