Wolfsburg fær Draxler til að fylla í skarð De Bruyne Kristinn Páll Teitsson skrifar 31. ágúst 2015 16:00 Julian Draxler í leik með Schalke á dögunum. Vísir/Getty Wolfsburg gekk í dag frá kaupunum á þýska kantmanninum Julian Draxler frá Schalke 04 en honum er ætlað að fylla í það skarð sem Kevin De Bruyne, nýjasti liðsmaður Manchester City, skyldi eftir sig. Samkvæmt þýska blaðinu Bild greiðir Wolfsburg alls 36 milljónir evra fyrir hinn 21 árs gamla Draxler sem hefur undanfarin ár verið orðaður við mörg af stærstu liðum Evrópu. Hefur hann þrátt fyrir ungan aldur þegar leikið 118 leiki fyrir Schalke og 15 leiki fyrir þýska landsliðið. Er honum ætlað að fylla í skarð belgíska kantmannsins De Bruyne sem gekk á dögunum til liðs við Manchester City fyrir 54 milljónir evra. Náði félagið öðru sæti í þýsku úrvalsdeildinni ásamt því að verða í fyrsta sinn í sögu félagsins bikarmeistarar með De Bruyne fremstan í flokki. Er nóg til af seðlum hjá félaginu eftir söluna á De Bruyne og króatíska sóknarmanninum Ivan Perisic sem gekk í morgun til liðs við Inter fyrir 20 milljónir evra. Hefur félagið selt leikmenn fyrir alls 95 milljónir evra undanfarna þrjá daga og átti því í engum erfiðleikum með að greiða 36 milljónir punda fyrir einn efnilegasta leikmann Þýskalands. Þá staðfesti félagið í dag að gengið hefði verið frá kaupunum á brasilíska miðverðinum Dante frá Bayern Munchen. Gengur Dante til liðs við Wolfsburg eftir þrjú ár hjá Bayern Munchen þar sem hann varð í þrígang þýskur meistari ásamt því að verða tvisvar bikarmeistari og vinna Meistaradeild Evrópu í eitt skipti. Julian #Draxler wird ein Wolf! Der Weltmeister kommt vom FC Schalke 04 zum VfL Wolfsburg. pic.twitter.com/bb3cxMZ4gG— VfL_Wolfsburg (@VfL_Wolfsburg) August 31, 2015 Þýski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Sjá meira
Wolfsburg gekk í dag frá kaupunum á þýska kantmanninum Julian Draxler frá Schalke 04 en honum er ætlað að fylla í það skarð sem Kevin De Bruyne, nýjasti liðsmaður Manchester City, skyldi eftir sig. Samkvæmt þýska blaðinu Bild greiðir Wolfsburg alls 36 milljónir evra fyrir hinn 21 árs gamla Draxler sem hefur undanfarin ár verið orðaður við mörg af stærstu liðum Evrópu. Hefur hann þrátt fyrir ungan aldur þegar leikið 118 leiki fyrir Schalke og 15 leiki fyrir þýska landsliðið. Er honum ætlað að fylla í skarð belgíska kantmannsins De Bruyne sem gekk á dögunum til liðs við Manchester City fyrir 54 milljónir evra. Náði félagið öðru sæti í þýsku úrvalsdeildinni ásamt því að verða í fyrsta sinn í sögu félagsins bikarmeistarar með De Bruyne fremstan í flokki. Er nóg til af seðlum hjá félaginu eftir söluna á De Bruyne og króatíska sóknarmanninum Ivan Perisic sem gekk í morgun til liðs við Inter fyrir 20 milljónir evra. Hefur félagið selt leikmenn fyrir alls 95 milljónir evra undanfarna þrjá daga og átti því í engum erfiðleikum með að greiða 36 milljónir punda fyrir einn efnilegasta leikmann Þýskalands. Þá staðfesti félagið í dag að gengið hefði verið frá kaupunum á brasilíska miðverðinum Dante frá Bayern Munchen. Gengur Dante til liðs við Wolfsburg eftir þrjú ár hjá Bayern Munchen þar sem hann varð í þrígang þýskur meistari ásamt því að verða tvisvar bikarmeistari og vinna Meistaradeild Evrópu í eitt skipti. Julian #Draxler wird ein Wolf! Der Weltmeister kommt vom FC Schalke 04 zum VfL Wolfsburg. pic.twitter.com/bb3cxMZ4gG— VfL_Wolfsburg (@VfL_Wolfsburg) August 31, 2015
Þýski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Sjá meira