Lærisveinar Ólafs Kristjánssonar í Nordsjælland töpuðu illa fyrir Bröndby í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en leiknum lauk með 2-0 sigri gestanna í Bröndby.
Staðan var 0-0 þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum en þá fóru leikmenn Bröndby í gang og settu tvö mörk á stuttum tíma.
Guðmundur Þórarinsson lék allan leikinn fyrir Nordsjælland en þeir Rúnar Alex Rúnarsson og Adam Örn Arnarson voru báðir á bekknum allan leikinn. Nordsjælland er í tíunda sæti deildarinnar með sjö stig.

