Innlent

Von á öðrum stormi: Fylgstu með lægðinni

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Veðrið í dag um sexleytið.
Veðrið í dag um sexleytið. Vísir
Varað er við stormi sunnan- og vestanlands í nótt og fram undir hádegi á morgun. Það er því ef til vill best að halda sig innandyra undir teppi og fylgjast með rokinu og rigningunni út um gluggann - nú eða á tölvuskjánum.

Hér að neðan er hægt að fylgjast með lægðinni og með því að smella á kortið sést hversu mikill vindhraðinn er víðsvegar um heiminn.

Í tilkynningu frá Vátryggingafélagi Íslands er haft eftir Einari Sveinbjörnssyni hjá Veðurvaktinni að vindstyrkurinn verði litlu minni nú en síðastliðna nótt og vindáttin svipuð.

„Nú er spáð allt að 23 m/s meðalvindi í stað 25 m/s í gær. Á móti kemur að veðrið nær sennilega hámarki um fótaferðartíma í fyrramálið eða á milli klukkan 6 og 8 og geta hviður farið í 30-35 m/s. Upp frá því lægir heldur á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu en á Snæfellsnesi verður hins vegar stormur fram á daginn.“

Er fólk hvatt til að ganga frá, fergja eða festa lausamuni tryggilega og jafnframt að hreinsa lauf og annað rusl úr niðurföllum og tryggja að vatn eigi greiða leið bæði að þeim og niður úr.

Kort sem sýnir veðrið nánast í rauntíma frá earth.nullschool.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×