Stefnuræða Juncker: 120 þúsund flóttamönnum deilt milli aðildarríkja Atli Ísleifsson skrifar 9. september 2015 09:53 Jean-Claude Juncker gagnrýndi fjölda aðildarríkja í ræðu sinni fyrir að gera ekki nóg þegar kemur að móttöku flóttafólks. Vísir/AFP Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir að sambandið muni ráðast í skjótar, staðfastar og umfangsmiklar aðgerðir til að bregðast við flóttamannavanda álfunnar. Juncker flutti árlega stefnuræðu sína í Evrópuþinginu í Strasbourg í morgun og voru málefni flóttamanna mest áberandi. Sagði hann að önnur mikilvæg mál á borð við efnahagsmálin og ástandið í Úkraínu verði að vissu leyti útundan þegar staðan sé svona. Samkvæmt tillögum framkvæmdastjórnarinnar stendur til að skipta 120 þúsund flóttamönnum til viðbótar milli aðildarríkja sambandsins og verði kvótarnir bindandi.Farage með frammíköllTugþúsundir flóttamanna, að stórum hluta Sýrlendingar, hafa lagt leið sína til aðildarríkja ESB á síðustu vikum, og hafa stjórnvöld í Ungverjalandi meðal annars verið vöruð við að búast megi við um 40 þúsund flóttamönnum til viðbótar til landsins fyrir lok vikunnar.Í frétt BBC kemur fram að breski Evrópuþingmaðurinn Nigel Farage hafi verið með frammíköll þegar Juncker flutti ræðu sína, en Juncker þá svarað því til að athugasemdir hans væru einskis virði.Ráðherrar innflytjendamála funda á mánudagStjórnvöld í Þýskalandi hafa lýst yfir stuðningi við að sérstöku kvótakerfi varðandi móttöku flóttamanna verði komið á, en nokkur aðildarríki sambandsins eru því andsnúin. Á mánudaginn munu ráðherrar innflytjendamála sambandins funda og ákveða hvernig til standi að skipta þeim flóttamönnum sem nú hafast við í Ítalíu, Grikklandi og Ungverjalandi milli aðildarríkjanna. Fyrri tillaga, sem lögð var fram í júní, var felld. Stjórnvöld í Ungverjalandi, Slóvakíu, Tékklandi, Póllandi og Bretlandi hafa lýst yfir mótmælum með að þessi leið verði farin. „Ég vona virkilega að allir verði með í þetta skiptið. Við erum að ræða um manneskjur – ekki tölur. Nú styttist í veturinn. Viljum við virkilega sjá fólk sofandi á lestarstöðum og í köldum tjöldum,“ spurði Juncker. Í ræðu sinni lagði Juncker einnig áherslu á að til standi að herða gæslu á ytri landamærum sambandsins og efla leit að ólöglegum flóttamönnum.Milljónir Evrópubúa hafa áður lagst á flóttaJuncker lagði áherslu á að milljónir Evrópubúa hafi áður lagst á flótta, þar á meðal vegna ofsókna nasista fyrir og í og seinna stríði og vegna aðgerða Sovétmanna í Ungverjalandi og Tékkóslóvakíu. Juncker hélt áfram og hrósaði Tyrklandi, Jórdaníu og Líbanon sérstaklega fyrir þátttöku sína í að taka á móti milljónum flóttamanna frá Sýrlandi og öðrum stríðshrjáðum ríkjum. Hann gagnrýndi hins vegar sum aðildarríki ESB sem hafa vísað á Brussel og hvert á annað og segja þau gera of lítið eða rangt. „Að kenna öðrum um gerir hins vegar lítið fyrir flóttafólkið, það er einungis sönnun þess að menn geta ekki tekist á við ástandið.“ Þingmenn ýmist klöppuðu eða mótmæltu þessum orðum Juncker. Flóttamenn Grikkland Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira
Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir að sambandið muni ráðast í skjótar, staðfastar og umfangsmiklar aðgerðir til að bregðast við flóttamannavanda álfunnar. Juncker flutti árlega stefnuræðu sína í Evrópuþinginu í Strasbourg í morgun og voru málefni flóttamanna mest áberandi. Sagði hann að önnur mikilvæg mál á borð við efnahagsmálin og ástandið í Úkraínu verði að vissu leyti útundan þegar staðan sé svona. Samkvæmt tillögum framkvæmdastjórnarinnar stendur til að skipta 120 þúsund flóttamönnum til viðbótar milli aðildarríkja sambandsins og verði kvótarnir bindandi.Farage með frammíköllTugþúsundir flóttamanna, að stórum hluta Sýrlendingar, hafa lagt leið sína til aðildarríkja ESB á síðustu vikum, og hafa stjórnvöld í Ungverjalandi meðal annars verið vöruð við að búast megi við um 40 þúsund flóttamönnum til viðbótar til landsins fyrir lok vikunnar.Í frétt BBC kemur fram að breski Evrópuþingmaðurinn Nigel Farage hafi verið með frammíköll þegar Juncker flutti ræðu sína, en Juncker þá svarað því til að athugasemdir hans væru einskis virði.Ráðherrar innflytjendamála funda á mánudagStjórnvöld í Þýskalandi hafa lýst yfir stuðningi við að sérstöku kvótakerfi varðandi móttöku flóttamanna verði komið á, en nokkur aðildarríki sambandsins eru því andsnúin. Á mánudaginn munu ráðherrar innflytjendamála sambandins funda og ákveða hvernig til standi að skipta þeim flóttamönnum sem nú hafast við í Ítalíu, Grikklandi og Ungverjalandi milli aðildarríkjanna. Fyrri tillaga, sem lögð var fram í júní, var felld. Stjórnvöld í Ungverjalandi, Slóvakíu, Tékklandi, Póllandi og Bretlandi hafa lýst yfir mótmælum með að þessi leið verði farin. „Ég vona virkilega að allir verði með í þetta skiptið. Við erum að ræða um manneskjur – ekki tölur. Nú styttist í veturinn. Viljum við virkilega sjá fólk sofandi á lestarstöðum og í köldum tjöldum,“ spurði Juncker. Í ræðu sinni lagði Juncker einnig áherslu á að til standi að herða gæslu á ytri landamærum sambandsins og efla leit að ólöglegum flóttamönnum.Milljónir Evrópubúa hafa áður lagst á flóttaJuncker lagði áherslu á að milljónir Evrópubúa hafi áður lagst á flótta, þar á meðal vegna ofsókna nasista fyrir og í og seinna stríði og vegna aðgerða Sovétmanna í Ungverjalandi og Tékkóslóvakíu. Juncker hélt áfram og hrósaði Tyrklandi, Jórdaníu og Líbanon sérstaklega fyrir þátttöku sína í að taka á móti milljónum flóttamanna frá Sýrlandi og öðrum stríðshrjáðum ríkjum. Hann gagnrýndi hins vegar sum aðildarríki ESB sem hafa vísað á Brussel og hvert á annað og segja þau gera of lítið eða rangt. „Að kenna öðrum um gerir hins vegar lítið fyrir flóttafólkið, það er einungis sönnun þess að menn geta ekki tekist á við ástandið.“ Þingmenn ýmist klöppuðu eða mótmæltu þessum orðum Juncker.
Flóttamenn Grikkland Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira