Eyesight frá Subaru fær ein verðlaunin enn Finnur Thorlacius skrifar 9. september 2015 09:07 Eyesight greinir fjarlægðir og hraða bíla, gangandi vegfarenda og hjólreiðamanna og tengist hemlunarkerfi bílsins og grípur inní ef þörf krefur. Öryggiskerfið Eyesight í Subaru hlaut fyrstu verðlaun í flokknum „Connectivity“ í alþjóðlegu samkeppninni Automotive Brand Contest í Þýskalandi sem lauk í liðinni viku. Verðlaunin verða afhent á alþjóðlegu bílasýningunni í Frankfurt 15. september nætkomandi. Automotive Brand Contest er hlutlaus alþjóðleg keppni þar sem bílaframleiðendur keppa í hönnun og nýjungum. Í úrslitum eru síðan framúrskarandi vörur heiðraðar og hefur samkeppnin öðlast mikla virðingu í alþjóðlegu bílgreininni, þar sem vakin er athygli á nýjungum sem brjóta blað að mati dómnefndar.Ein verðlaunin enn Volker Dannath, framkvæmdastjóri Subaru í Þýskalandi sagði af þessu tilefni að hið nýja og byltingarkennda öryggiskerfi Subaru, Eyesight, hefði þegar sannað gildi sitt sem mikilvæg forvörn gegn slysum og til að draga úr tjónum í þeim tilvikum sem ekki tekst að komast hjá ákeyrslum. „Frá því að Eyesight var kynnt til sögunnar hefur öryggiskerfið unnið til hverra verðlaunanna á fætur öðrum og verðlaunin sem kerfið hlaut að þessu sinni eru kærkomin viðbót á sigurgöngu þess um allan heim. Það er sérstaklega ánægjulegt að Eyesight hafi hlotið verðlaun í þessum flokki,“ sagði Dannath Þegar tilkynnt var um úrslitin.Í þróun í 20 ár Í þessu tilviki mætti ef til vill útleggja Connectivity sem „samhæfð tengsl“ á íslensku þar sem öryggiskerfið tengir saman tvær myndavélar sem staðsettar eru innan við framrúðuna og senda litmyndir í þrívídd til tölvu sem kennt hefur verið að bera kennsl á lögun hluta og greina hraða og fjarlægðir með næstum sömu nákvæmni og mannsaugað býr yfir. EyeSight gerir einnig greinarmun á gangandi vegfarendum, reiðhjólum, mótorhjólum og bílum auk þess að skynja hemlaljós svo eitthvað sé nefnt. EyeSight er eitt fullkomnasta öryggiskerfi sem völ er á í dag og aðstoðar ökumenn við að koma í veg fyrir árekstra. Subaru hefur unnið að þróun kerfisins síðastliðin 20 ár og hafði verið í prófunum í almennri umferð í Japan í fimm ár áður en það var sett á alþjóðamarkað síðastliðið vor. Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður
Öryggiskerfið Eyesight í Subaru hlaut fyrstu verðlaun í flokknum „Connectivity“ í alþjóðlegu samkeppninni Automotive Brand Contest í Þýskalandi sem lauk í liðinni viku. Verðlaunin verða afhent á alþjóðlegu bílasýningunni í Frankfurt 15. september nætkomandi. Automotive Brand Contest er hlutlaus alþjóðleg keppni þar sem bílaframleiðendur keppa í hönnun og nýjungum. Í úrslitum eru síðan framúrskarandi vörur heiðraðar og hefur samkeppnin öðlast mikla virðingu í alþjóðlegu bílgreininni, þar sem vakin er athygli á nýjungum sem brjóta blað að mati dómnefndar.Ein verðlaunin enn Volker Dannath, framkvæmdastjóri Subaru í Þýskalandi sagði af þessu tilefni að hið nýja og byltingarkennda öryggiskerfi Subaru, Eyesight, hefði þegar sannað gildi sitt sem mikilvæg forvörn gegn slysum og til að draga úr tjónum í þeim tilvikum sem ekki tekst að komast hjá ákeyrslum. „Frá því að Eyesight var kynnt til sögunnar hefur öryggiskerfið unnið til hverra verðlaunanna á fætur öðrum og verðlaunin sem kerfið hlaut að þessu sinni eru kærkomin viðbót á sigurgöngu þess um allan heim. Það er sérstaklega ánægjulegt að Eyesight hafi hlotið verðlaun í þessum flokki,“ sagði Dannath Þegar tilkynnt var um úrslitin.Í þróun í 20 ár Í þessu tilviki mætti ef til vill útleggja Connectivity sem „samhæfð tengsl“ á íslensku þar sem öryggiskerfið tengir saman tvær myndavélar sem staðsettar eru innan við framrúðuna og senda litmyndir í þrívídd til tölvu sem kennt hefur verið að bera kennsl á lögun hluta og greina hraða og fjarlægðir með næstum sömu nákvæmni og mannsaugað býr yfir. EyeSight gerir einnig greinarmun á gangandi vegfarendum, reiðhjólum, mótorhjólum og bílum auk þess að skynja hemlaljós svo eitthvað sé nefnt. EyeSight er eitt fullkomnasta öryggiskerfi sem völ er á í dag og aðstoðar ökumenn við að koma í veg fyrir árekstra. Subaru hefur unnið að þróun kerfisins síðastliðin 20 ár og hafði verið í prófunum í almennri umferð í Japan í fimm ár áður en það var sett á alþjóðamarkað síðastliðið vor.
Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður