Mikill
erill var há björgunarsveitum og lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í nótt vegna óveðurs. Víða fóru trampólín að fjúka með tilheyrandi slysahættu og ollu sum þeirra skemmdum á bílum.
Dæmi
voru um að tré brystu undan vindinum, lausamunir eins og útigrill og garðshúgögn fuku um. Vinnupallar hrundu við að
minnsta kosti
eina nýbyggingu og þakplötur fóru að losna af nokkrum þökum.
Þá skemmdist björgunarsveitarbíll
þegar stórt veislutjald í grennd við Háskólann hrundi undan vindinum.
Hvergi varð þó stór tjón, eftir því sem best er vitað.
Í Reykjanesbæ fóru líka trampólín af stað og eitt útkall barst vegna foks í Vestmannaeyjum
Vind á að lægja suðvestanlands í dag, en svo er aftur spáð stormi í kvöld, eða meiru en 20 metrum á sekúndu fram á morgundaginn.
Trampólín fuku og tré brustu undan vindinum
Gissur Sigurðsson skrifar
