Ferðaþjónustan tapar milljarði á seinagangi Sveinn Arnarsson skrifar 9. september 2015 07:00 Erfiðlega hefur gengið að hefja framkvæmdir við ferðamannastaði. vísir/gva Ekki er gert ráð fyrir þeim milljarði í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða í fjárlögum næsta árs, líkt og Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, hefur ítrekað talað um að vanti í málaflokkinn til uppbyggingar ferðamannastaða og til verndar viðkvæmri náttúru Íslands. Ástæðan er seinagangur framkvæmdaaðila. Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar, sem kynnt voru í gær, er áformað að veita 149 milljónir króna á næsta ári til uppbyggingar ferðamannastaða. Ástæður þess að ekki er veitt meira fé til málaflokksins nú er að ekki hefur gengið að útdeila því fé sem sjóðurinn fékk og átti að nýtast í sumar til uppbyggingar. Samkvæmt atvinnuvegaráðuneytinu er umtalsvert fé, um 1,2 milljarðar króna, óhreyft í sjóðnum. Ekki hafi verið ráðstafað í þau verkefni sem úthlutað hafði verið til. Ástæður þessa samkvæmt ráðuneytinu eru seinagangur framkvæmdaaðila og tafir við undirbúning. Þetta staðfestir Albína Thordarson, formaður Framkvæmdasjóðs ferðmannastaða.Grímur Sæmundsen, Formaður SAFGrímur Sæmundsen, formaður SAF, segir þetta vera hárrétt hjá ráðherra og að greiningarvinna hafi farið fram um hvar skórinn kreppir. Nú þurfi allir að leggjast á eitt um að ryðja hindrunum úr vegi uppbyggingar ferðamannastaða. „Ég tek undir yfirlýsingu ráðherra og lýsi yfir áhyggjum af að það séu aðrir þættir en fjárskortur sem hamla uppbyggingu ferðamannastaða á Íslandi,“ segir Grímur. „Á meðan gjalda allir fyrir og við erum í kapphlaupi við tímann. Vöxturinn hefur verið það mikill að við þurfum að sameinast um að leysa málið í stað þess að leita að sökudólgum.“ Ragnheiður Elín Árnadóttir sagði í Fréttablaðinu 30. apríl síðastliðinn fjögur ráðuneyti hafa hafið vinnu að áætlun um fjármögnun ferðamannastaða. Milljarð þyrfti árlega á næstu árum og yrði uppbyggingin fjármögnuð á fjárlögum. „Og hún verður tryggð, við munum axla okkar ábyrgð,“ sagði ráðherrann. Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Sjá meira
Ekki er gert ráð fyrir þeim milljarði í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða í fjárlögum næsta árs, líkt og Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, hefur ítrekað talað um að vanti í málaflokkinn til uppbyggingar ferðamannastaða og til verndar viðkvæmri náttúru Íslands. Ástæðan er seinagangur framkvæmdaaðila. Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar, sem kynnt voru í gær, er áformað að veita 149 milljónir króna á næsta ári til uppbyggingar ferðamannastaða. Ástæður þess að ekki er veitt meira fé til málaflokksins nú er að ekki hefur gengið að útdeila því fé sem sjóðurinn fékk og átti að nýtast í sumar til uppbyggingar. Samkvæmt atvinnuvegaráðuneytinu er umtalsvert fé, um 1,2 milljarðar króna, óhreyft í sjóðnum. Ekki hafi verið ráðstafað í þau verkefni sem úthlutað hafði verið til. Ástæður þessa samkvæmt ráðuneytinu eru seinagangur framkvæmdaaðila og tafir við undirbúning. Þetta staðfestir Albína Thordarson, formaður Framkvæmdasjóðs ferðmannastaða.Grímur Sæmundsen, Formaður SAFGrímur Sæmundsen, formaður SAF, segir þetta vera hárrétt hjá ráðherra og að greiningarvinna hafi farið fram um hvar skórinn kreppir. Nú þurfi allir að leggjast á eitt um að ryðja hindrunum úr vegi uppbyggingar ferðamannastaða. „Ég tek undir yfirlýsingu ráðherra og lýsi yfir áhyggjum af að það séu aðrir þættir en fjárskortur sem hamla uppbyggingu ferðamannastaða á Íslandi,“ segir Grímur. „Á meðan gjalda allir fyrir og við erum í kapphlaupi við tímann. Vöxturinn hefur verið það mikill að við þurfum að sameinast um að leysa málið í stað þess að leita að sökudólgum.“ Ragnheiður Elín Árnadóttir sagði í Fréttablaðinu 30. apríl síðastliðinn fjögur ráðuneyti hafa hafið vinnu að áætlun um fjármögnun ferðamannastaða. Milljarð þyrfti árlega á næstu árum og yrði uppbyggingin fjármögnuð á fjárlögum. „Og hún verður tryggð, við munum axla okkar ábyrgð,“ sagði ráðherrann.
Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Sjá meira