Suzuki kemur aftur með Baleno til Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 8. september 2015 16:15 Suzuki Baleno. Suzuki ætlar að breikka vörulínu sína í Evrópu með tilkomu Baleno, sem er nokkru stærri bíll en Suzuki Swift, sem er söluhæsta bílgerð Suzuki í Evrópu. Sala Baleno hefst á næsta ári og bílnum verður beint að kaupendum sem ekki vilja eyða miklum fjármunum í rúmmikinn bíl sem eyðir litlu og er auk þess frá traustum bílaframleiðanda. Á meðal vélarkosta í Baleno er ný 1,0 lítra forþjöppuvél, öflug en afar sparneytin. Suzuki ætlar að sýna Baleno á bílasýningunni í Frankfürt um miðjan þennan mánuð og salan hefst svo með næsta sumri. Baleno með keppa við marga við marga vinsæla bíla í sínum flokki, þeim söluhæsta allra stærðarflokka bíla. Í þeim flokki eru til dæmis Skoda Fabia, Hyundai i20 og Kia Rio. Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent
Suzuki ætlar að breikka vörulínu sína í Evrópu með tilkomu Baleno, sem er nokkru stærri bíll en Suzuki Swift, sem er söluhæsta bílgerð Suzuki í Evrópu. Sala Baleno hefst á næsta ári og bílnum verður beint að kaupendum sem ekki vilja eyða miklum fjármunum í rúmmikinn bíl sem eyðir litlu og er auk þess frá traustum bílaframleiðanda. Á meðal vélarkosta í Baleno er ný 1,0 lítra forþjöppuvél, öflug en afar sparneytin. Suzuki ætlar að sýna Baleno á bílasýningunni í Frankfürt um miðjan þennan mánuð og salan hefst svo með næsta sumri. Baleno með keppa við marga við marga vinsæla bíla í sínum flokki, þeim söluhæsta allra stærðarflokka bíla. Í þeim flokki eru til dæmis Skoda Fabia, Hyundai i20 og Kia Rio.
Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent