Laith og fjölskylda hans komin til Þýskalands Atli Ísleifsson skrifar 8. september 2015 08:31 Það tók fjölskylduna fjórar vikur að komast frá grísku eyjunni Kos til Þýskalands, þar á meðal í lokuðum vörubíl milli Aþenu og Berlínar. Mynd/Daniel Etter/Europa says Oxi Sýrlenski fjögurra barna faðirinn Laith Majid og fjölskylda hans eru komin til þýsku höfuðborgarinnar Berlínar. Ljósmynd sem Daniel Etter tók af Laith vakti heimsathygli í síðasta mánuði en á henni mátti sjá grátandi Laith eftir hættumikla för á gúmmíbát yfir Miðjarðarhaf til Grikklands. Á myndinni hélt Laith þétt um börn sín á grísku eynni Kos, en átta manns höfðu verið á gúmmíbátnum sem í raun var ætlaður þremur. „Engin ljósmynd hefur snert mig eins mikið og þessi,“ sagði Etter í samtali við Independent á sínum tíma, en myndin var birt í New York Times og var henni deilt í tugþúsundavís á samfélagsmiðlum.Laith, 44 ára með eiginkonu sinni Neda, 43 ára, sonunum Mustafa, Ahmed og Taha, átján, sautján og níu ára og dóttirin Nour, sjö ára.Mynd/Europa says OxiÞýska blaðið Bild segir að nú, nokkrum vikum síðar, séu þau, Laith, 44 ára, eiginkona hans Neda synirnir Mustafa, Ahmed og Taha, átján, sautján og níu ára, og dóttirin Nour, sjö ára, komin til Berlínar. Á ljósmynd Guardian og Europa says Oxi má sjá fjölskylduna brosandi eftir komuna til Þýskalands. Það tók fjölskylduna fjórar vikur að komast frá Kos til Þýskalands, þar á meðal í lokuðum vörubíl milli Aþenu og Berlínar. Á leiðinni gat fjölskyldan einungis farið úr bílnum á nóttunni til að anda að sér fersku lofti. Fjölskyldan flúði frá heimili sínu í sýrlensku borginni Deir Ezzor þar sem átök hafa lengi geisað milli sýrlenska stjórnarhersins og uppreisnarmanna, en ISIS-liðar ráða nú yfir borginni. Fjölmörg ríki buðu fjölskyldunni að koma, en hún kaus að halda til Þýskalands. „Angela Merkel er frábær. Hún er okkur sem móðir,“ segir Neda. Dóttirin Nour segist enn fá martraðir um ferðina yfir Miðjarðarhaf. Bild segir frá því að þá sé hún vön að halda þétt um móður sína. „Við viljum aldrei framar halda aftur út á haf,“ segir Laith. Mið-Austurlönd Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ Innlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Innlent Fleiri fréttir Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Sjá meira
Sýrlenski fjögurra barna faðirinn Laith Majid og fjölskylda hans eru komin til þýsku höfuðborgarinnar Berlínar. Ljósmynd sem Daniel Etter tók af Laith vakti heimsathygli í síðasta mánuði en á henni mátti sjá grátandi Laith eftir hættumikla för á gúmmíbát yfir Miðjarðarhaf til Grikklands. Á myndinni hélt Laith þétt um börn sín á grísku eynni Kos, en átta manns höfðu verið á gúmmíbátnum sem í raun var ætlaður þremur. „Engin ljósmynd hefur snert mig eins mikið og þessi,“ sagði Etter í samtali við Independent á sínum tíma, en myndin var birt í New York Times og var henni deilt í tugþúsundavís á samfélagsmiðlum.Laith, 44 ára með eiginkonu sinni Neda, 43 ára, sonunum Mustafa, Ahmed og Taha, átján, sautján og níu ára og dóttirin Nour, sjö ára.Mynd/Europa says OxiÞýska blaðið Bild segir að nú, nokkrum vikum síðar, séu þau, Laith, 44 ára, eiginkona hans Neda synirnir Mustafa, Ahmed og Taha, átján, sautján og níu ára, og dóttirin Nour, sjö ára, komin til Berlínar. Á ljósmynd Guardian og Europa says Oxi má sjá fjölskylduna brosandi eftir komuna til Þýskalands. Það tók fjölskylduna fjórar vikur að komast frá Kos til Þýskalands, þar á meðal í lokuðum vörubíl milli Aþenu og Berlínar. Á leiðinni gat fjölskyldan einungis farið úr bílnum á nóttunni til að anda að sér fersku lofti. Fjölskyldan flúði frá heimili sínu í sýrlensku borginni Deir Ezzor þar sem átök hafa lengi geisað milli sýrlenska stjórnarhersins og uppreisnarmanna, en ISIS-liðar ráða nú yfir borginni. Fjölmörg ríki buðu fjölskyldunni að koma, en hún kaus að halda til Þýskalands. „Angela Merkel er frábær. Hún er okkur sem móðir,“ segir Neda. Dóttirin Nour segist enn fá martraðir um ferðina yfir Miðjarðarhaf. Bild segir frá því að þá sé hún vön að halda þétt um móður sína. „Við viljum aldrei framar halda aftur út á haf,“ segir Laith.
Mið-Austurlönd Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ Innlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Innlent Fleiri fréttir Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Sjá meira