Virkur eða óvirkur málskotsréttur Haukur Arnþórsson skrifar 8. september 2015 08:00 Verulegur áhugi virðist vera á því að málskotsréttur, það að vísa þingmáli til þjóðaratkvæðis, fari fram með undirskriftarsöfnunum. Ríkisstjórnin hefur boðað framlagningu frumvarps á Alþingi um slíka breytingu á stjórnarskrá. En er það spennandi fyrirkomulag? Markmið Minnt skal á að markmið málskots er að tryggja að almannavilja sé mætt með stjórnarframkvæmd. Til þess er gert mögulegt að stöðva óvinsæl ríkisstjórnaráform. Veruleg þörf gæti verið á því að mæta þessu markmiði hér á landi þar sem sameiginlegur skilningur almennings í mörgum stórum málum endurspeglast ekki alltaf í áformum ríkisstjórna. Þjóðaratkvæðagreiðslur eru hins vegar ekki markmið í sjálfu sér. Þær hafa fjölmarga galla auk þess að vera einfalt meirihlutaræði. Erfitt er að vera með spurningar til almennings í flóknum málum, þátttaka verður fljótlega lítil því áhugi almennings dalar, o.s.frv. Virkur eða óvirkur málskotsréttur Málskotsrétt má kalla óvirkan þegar hann er knúinn fram með undirskriftum eða af hálfu forsetaembættisins af þeim ástæðum að þá er hann í höndum aðila sem ekki hafa aðkomu að lagasetningu, geta ekki samið sig inn í mál, myndað nýja stefnu í því og boðið fram á grundvelli andstöðu við mál. Hann er óvirkur af því að málskotsaðilinn er ekki þátttakandi í lýðræðiskerfinu okkar (fulltrúalýðræðinu) og getur nánast ekki gert neitt nema hafnað máli. Málskotsréttur hjá minnihluta alþingismanna er hins vegar virkur vegna þess að þeir hafa stöðu til þess að breyta máli, hafa áhrif á lausnina og vinna úr málinu ef almannavilja er ekki mætt þannig að viðunandi sé. Enda er verkefnið að finna nýja sameiginlega lausn sem sátt verður um. Þar sem þingræði ríkir virðist eðlilegast að málskotsrétturinn sé innan þess kerfis, ekki bara til þess að halda heilleika kerfisins sem þó er mikilvægt markmið, heldur einnig til þess að ekki komi upp valdatogstreita milli þings og þjóðar (eða þings og forseta) og þrátefli um mál. Aðkoma almennings Aðkoma almennings að málinu getur engu að síður verið afgerandi. Ef Alþingi fær undirskriftasöfnun með tugum þúsunda nafna er væntanlega óhjákvæmilegt fyrir stjórnarandstöðuna að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu og með undirskriftasöfnuninni verður vald hennar til þess að breyta málinu mjög sterkt. Málskotsrétturinn í Folketinget hefur ekki leitt til margra þjóðaratkvæðagreiðslna, en rökstyðja má að hann sé hluti af stjórnmálakerfi sem leysir mál í sameiningu en ekki í átökum og hlustar vel á rödd dönsku þjóðarinnar. Og þá er tilganginum náð. Áhætta Gera þarf skýran greinarmun á málskotsrétti og skoðanakönnun. Málskotsréttur þarf að vera lifandi vald og afdráttarlaust, annars breytir hann stjórnmálunum ekki. Því er varla valkostur að ríkisstjórn sitji eftir að hafa tapað í þjóðaratkvæðagreiðslu rétt eins og hún hafi verið að skoða hvernig landið liggur, aðilar á þingi þurfa að vera tilbúnir að taka áhættu. Ef þeir leggja ekki í það verða þeir að semja um mál þannig að friður myndist um lausnina – og hættan á því að ríkisstjórn falli neyðir hana að samningaborðinu. Endurnýjun þingræðisins Þá eru ótalin þau endurnýjunaráhrif sem virkur málskotsréttur gæti haft á Alþingi. Stjórnarandstaðan gæti orðið ábyrg í mótun samfélagsreglna sem myndi breyta ásýnd lýðræðisins hér á landi mikið, s.s. framkvæmd þingfunda. Sterk samningsstaða hennar gæti dregið úr hættunni á því að lög frá tíð síðustu ríkisstjórnar séu felld niður eða þeim sé breytt eftir stjórnarskipti. Lagasetning Alþingis gæti orðið samfelldari og uppbygging innviða samfélagsins líka. Ósennilegt er að minnihlutinn misnotaði málskotsréttinn, enda fælist í því mikill ósigur að tapa þjóðaratkvæðagreiðslu og myndi það veikja aðstöðu hans til þess að hafa áhrif á stjórnarfrumvörp. Niðurlag Auðvelt er að rökstyðja að virkur málskotsréttur hjá minnihluta Alþingis að danskri fyrirmynd sé það úrræði sem best mætir markmiðum með málskoti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Mest lesið Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Verulegur áhugi virðist vera á því að málskotsréttur, það að vísa þingmáli til þjóðaratkvæðis, fari fram með undirskriftarsöfnunum. Ríkisstjórnin hefur boðað framlagningu frumvarps á Alþingi um slíka breytingu á stjórnarskrá. En er það spennandi fyrirkomulag? Markmið Minnt skal á að markmið málskots er að tryggja að almannavilja sé mætt með stjórnarframkvæmd. Til þess er gert mögulegt að stöðva óvinsæl ríkisstjórnaráform. Veruleg þörf gæti verið á því að mæta þessu markmiði hér á landi þar sem sameiginlegur skilningur almennings í mörgum stórum málum endurspeglast ekki alltaf í áformum ríkisstjórna. Þjóðaratkvæðagreiðslur eru hins vegar ekki markmið í sjálfu sér. Þær hafa fjölmarga galla auk þess að vera einfalt meirihlutaræði. Erfitt er að vera með spurningar til almennings í flóknum málum, þátttaka verður fljótlega lítil því áhugi almennings dalar, o.s.frv. Virkur eða óvirkur málskotsréttur Málskotsrétt má kalla óvirkan þegar hann er knúinn fram með undirskriftum eða af hálfu forsetaembættisins af þeim ástæðum að þá er hann í höndum aðila sem ekki hafa aðkomu að lagasetningu, geta ekki samið sig inn í mál, myndað nýja stefnu í því og boðið fram á grundvelli andstöðu við mál. Hann er óvirkur af því að málskotsaðilinn er ekki þátttakandi í lýðræðiskerfinu okkar (fulltrúalýðræðinu) og getur nánast ekki gert neitt nema hafnað máli. Málskotsréttur hjá minnihluta alþingismanna er hins vegar virkur vegna þess að þeir hafa stöðu til þess að breyta máli, hafa áhrif á lausnina og vinna úr málinu ef almannavilja er ekki mætt þannig að viðunandi sé. Enda er verkefnið að finna nýja sameiginlega lausn sem sátt verður um. Þar sem þingræði ríkir virðist eðlilegast að málskotsrétturinn sé innan þess kerfis, ekki bara til þess að halda heilleika kerfisins sem þó er mikilvægt markmið, heldur einnig til þess að ekki komi upp valdatogstreita milli þings og þjóðar (eða þings og forseta) og þrátefli um mál. Aðkoma almennings Aðkoma almennings að málinu getur engu að síður verið afgerandi. Ef Alþingi fær undirskriftasöfnun með tugum þúsunda nafna er væntanlega óhjákvæmilegt fyrir stjórnarandstöðuna að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu og með undirskriftasöfnuninni verður vald hennar til þess að breyta málinu mjög sterkt. Málskotsrétturinn í Folketinget hefur ekki leitt til margra þjóðaratkvæðagreiðslna, en rökstyðja má að hann sé hluti af stjórnmálakerfi sem leysir mál í sameiningu en ekki í átökum og hlustar vel á rödd dönsku þjóðarinnar. Og þá er tilganginum náð. Áhætta Gera þarf skýran greinarmun á málskotsrétti og skoðanakönnun. Málskotsréttur þarf að vera lifandi vald og afdráttarlaust, annars breytir hann stjórnmálunum ekki. Því er varla valkostur að ríkisstjórn sitji eftir að hafa tapað í þjóðaratkvæðagreiðslu rétt eins og hún hafi verið að skoða hvernig landið liggur, aðilar á þingi þurfa að vera tilbúnir að taka áhættu. Ef þeir leggja ekki í það verða þeir að semja um mál þannig að friður myndist um lausnina – og hættan á því að ríkisstjórn falli neyðir hana að samningaborðinu. Endurnýjun þingræðisins Þá eru ótalin þau endurnýjunaráhrif sem virkur málskotsréttur gæti haft á Alþingi. Stjórnarandstaðan gæti orðið ábyrg í mótun samfélagsreglna sem myndi breyta ásýnd lýðræðisins hér á landi mikið, s.s. framkvæmd þingfunda. Sterk samningsstaða hennar gæti dregið úr hættunni á því að lög frá tíð síðustu ríkisstjórnar séu felld niður eða þeim sé breytt eftir stjórnarskipti. Lagasetning Alþingis gæti orðið samfelldari og uppbygging innviða samfélagsins líka. Ósennilegt er að minnihlutinn misnotaði málskotsréttinn, enda fælist í því mikill ósigur að tapa þjóðaratkvæðagreiðslu og myndi það veikja aðstöðu hans til þess að hafa áhrif á stjórnarfrumvörp. Niðurlag Auðvelt er að rökstyðja að virkur málskotsréttur hjá minnihluta Alþingis að danskri fyrirmynd sé það úrræði sem best mætir markmiðum með málskoti.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun