Hlynur Bæringsson: Menn fóru að þora meira í seinni hálfleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2015 16:16 Hlynur Bæringsson í leiknum í dag. Vísir/Valli Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska liðsins, átti erfitt uppdráttar framan af leik en kom gríðarlega sterkur inn í fjórða leikhlutann þegar íslenska liðið tapaði naumlega fyrir Þjóðverjum í fyrsta leik sínum á Eurobasket 2015. „Við eigum erfitt með að komast upp að körfunni og erfitt með að klára. Tveggja stiga nýtingin okkar er örugglega ekki góð. Þetta batnaði samt þegar leið á leikinn og þá fóru menn að þora meira," sagði Hlynur. „Hörður Axel setti niður nokkrar körfur og kveikti svolítið í þessu hjá okkur," sagði Hlynur sem setti sjálfur niður þrjá þrista á lokakaflanum. „Það var gaman vegna þess hversu gekk illa í fyrri hálfleiknum. Það er ekki auðvelt að ná sér upp úr þannig holu. Það er ekki auðvelt að fara inn í seinni hálfleik eftir að hafa klikkað á fimm í röð og sérstaklega hérna. Ég er mjög ánægður með að hafa náð að hrista það af mér því það er ekki auðvelt andlega," sagði Hlynur og bætti við: „Ég vona nú að ég jafni þetta eitthvað það sem eftir lifir mótsins og hitti nú eitthvað fyrir innan þriggja stiga línuna. Það væri skemmtilegt," sagði Hlynur. „Þegar við vorum búnir að vinna upp muninn þá var þetta öðruvísi hjá okkur en það er búið að vera í gegnum tíðina. Við vorum að reyna að vinna leikinn og ég held að það hafi hjálpað okkur því það hefur oft loðað við okkur að vera sáttir með að tapa ekki illa á móti góðu liði," sagði Hlynur. „Við vorum það ekki núna því við fórum alla leið og vorum að reyna að vinna þetta þangað til að það voru tvær sekúndur eftir," sagði Hlynur. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Hörður Axel: Við erum engir túristar í Berlín Hörður Axel Vilhjálmsson átti frábæran leik í vörninni þegar Íslands tapaði naumlega með sex stigum á móti Þjðoðverjum í fyrsta leik sínum á Eurobasket 2015. 5. september 2015 16:01 Umfjöllun og viðtöl: Þýskaland - Ísland 71-65 | Mögnuð frammistaða dugði næstum því Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði sínum fyrsta leik á Eurobasket í Berlín, en liðið beið lægri hlut fyrir Þýskalandi, 71-65. 5. september 2015 14:45 Logi Gunnarsson: Hefðum alveg getað stolið þessum leik Logi Gunnarsson hitti ekki vel á afmælisdaginn og varð að sætta sig við naumt tap á móti Þjóðverjum en hann gaf engu að síður allt sitt inn á vellinum og allir í íslenska liðinu. 5. september 2015 15:42 Haukur Helgi: Hugsaði að við værum að fara taka þennan leik Haukur Helgi Pálssn, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, var svekktur, en stoltur af strákunum okkar í leikslok. Ísland tapaði fyrir Þýskalandi 71-65 í fyrsta leik Ísland á Eurobasket. 5. september 2015 15:19 Jón Arnór: Aldrei verið jafn stressaður fyrir leik á ævinni Jón Arnór Stefánsson, stórstjarna íslenska körfuboltalandsliðsins, var svekktur í lokin á leik Íslands og Þýskalands. Ísland tapaði með sex stiga mun, 71-65, í hörkuleik, en þetta var fyrsti leikur Íslands á Eurobasket. 5. september 2015 15:35 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Sjá meira
Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska liðsins, átti erfitt uppdráttar framan af leik en kom gríðarlega sterkur inn í fjórða leikhlutann þegar íslenska liðið tapaði naumlega fyrir Þjóðverjum í fyrsta leik sínum á Eurobasket 2015. „Við eigum erfitt með að komast upp að körfunni og erfitt með að klára. Tveggja stiga nýtingin okkar er örugglega ekki góð. Þetta batnaði samt þegar leið á leikinn og þá fóru menn að þora meira," sagði Hlynur. „Hörður Axel setti niður nokkrar körfur og kveikti svolítið í þessu hjá okkur," sagði Hlynur sem setti sjálfur niður þrjá þrista á lokakaflanum. „Það var gaman vegna þess hversu gekk illa í fyrri hálfleiknum. Það er ekki auðvelt að ná sér upp úr þannig holu. Það er ekki auðvelt að fara inn í seinni hálfleik eftir að hafa klikkað á fimm í röð og sérstaklega hérna. Ég er mjög ánægður með að hafa náð að hrista það af mér því það er ekki auðvelt andlega," sagði Hlynur og bætti við: „Ég vona nú að ég jafni þetta eitthvað það sem eftir lifir mótsins og hitti nú eitthvað fyrir innan þriggja stiga línuna. Það væri skemmtilegt," sagði Hlynur. „Þegar við vorum búnir að vinna upp muninn þá var þetta öðruvísi hjá okkur en það er búið að vera í gegnum tíðina. Við vorum að reyna að vinna leikinn og ég held að það hafi hjálpað okkur því það hefur oft loðað við okkur að vera sáttir með að tapa ekki illa á móti góðu liði," sagði Hlynur. „Við vorum það ekki núna því við fórum alla leið og vorum að reyna að vinna þetta þangað til að það voru tvær sekúndur eftir," sagði Hlynur.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Hörður Axel: Við erum engir túristar í Berlín Hörður Axel Vilhjálmsson átti frábæran leik í vörninni þegar Íslands tapaði naumlega með sex stigum á móti Þjðoðverjum í fyrsta leik sínum á Eurobasket 2015. 5. september 2015 16:01 Umfjöllun og viðtöl: Þýskaland - Ísland 71-65 | Mögnuð frammistaða dugði næstum því Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði sínum fyrsta leik á Eurobasket í Berlín, en liðið beið lægri hlut fyrir Þýskalandi, 71-65. 5. september 2015 14:45 Logi Gunnarsson: Hefðum alveg getað stolið þessum leik Logi Gunnarsson hitti ekki vel á afmælisdaginn og varð að sætta sig við naumt tap á móti Þjóðverjum en hann gaf engu að síður allt sitt inn á vellinum og allir í íslenska liðinu. 5. september 2015 15:42 Haukur Helgi: Hugsaði að við værum að fara taka þennan leik Haukur Helgi Pálssn, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, var svekktur, en stoltur af strákunum okkar í leikslok. Ísland tapaði fyrir Þýskalandi 71-65 í fyrsta leik Ísland á Eurobasket. 5. september 2015 15:19 Jón Arnór: Aldrei verið jafn stressaður fyrir leik á ævinni Jón Arnór Stefánsson, stórstjarna íslenska körfuboltalandsliðsins, var svekktur í lokin á leik Íslands og Þýskalands. Ísland tapaði með sex stiga mun, 71-65, í hörkuleik, en þetta var fyrsti leikur Íslands á Eurobasket. 5. september 2015 15:35 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Sjá meira
Hörður Axel: Við erum engir túristar í Berlín Hörður Axel Vilhjálmsson átti frábæran leik í vörninni þegar Íslands tapaði naumlega með sex stigum á móti Þjðoðverjum í fyrsta leik sínum á Eurobasket 2015. 5. september 2015 16:01
Umfjöllun og viðtöl: Þýskaland - Ísland 71-65 | Mögnuð frammistaða dugði næstum því Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði sínum fyrsta leik á Eurobasket í Berlín, en liðið beið lægri hlut fyrir Þýskalandi, 71-65. 5. september 2015 14:45
Logi Gunnarsson: Hefðum alveg getað stolið þessum leik Logi Gunnarsson hitti ekki vel á afmælisdaginn og varð að sætta sig við naumt tap á móti Þjóðverjum en hann gaf engu að síður allt sitt inn á vellinum og allir í íslenska liðinu. 5. september 2015 15:42
Haukur Helgi: Hugsaði að við værum að fara taka þennan leik Haukur Helgi Pálssn, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, var svekktur, en stoltur af strákunum okkar í leikslok. Ísland tapaði fyrir Þýskalandi 71-65 í fyrsta leik Ísland á Eurobasket. 5. september 2015 15:19
Jón Arnór: Aldrei verið jafn stressaður fyrir leik á ævinni Jón Arnór Stefánsson, stórstjarna íslenska körfuboltalandsliðsins, var svekktur í lokin á leik Íslands og Þýskalands. Ísland tapaði með sex stiga mun, 71-65, í hörkuleik, en þetta var fyrsti leikur Íslands á Eurobasket. 5. september 2015 15:35