Fyrstu Tesla Model X afhentir 29. september Finnur Thorlacius skrifar 4. september 2015 13:36 Tesla Model X. Tesla Motors í Bandaríkjunum munu afhenda fyrstu eintökin af Model X jepplingi sínum til nýrra kaupenda í lok þessa mánaðar og með því endar sú langa bið sem eftir bílnum hefur verið. Fjölmargir hafa pantað þennan nýja bíl Tesla og nokkrir þeirra eru hér á landi og er það rafmagnsbílaseljandinn Even sem flytja mun þá bíla til landsins. Árið 2012 tilkynnti Tesla um framleiðslu Model X bílsins og er því nokkuð langt um liðið frá því og hefur Tesla margoft frestað útkomu hans en Elon Musk forstjóri Tesla hefur fremur viljað afhenda fullkomlega útfærðan bíl en flýta komu hans. Tesla vinnur nú að framleiðslu mun ódýrari bíls frá fyrirtækinu sem fengið hefur nafnið Model 3 og á að kosta aðeins 35.000 dollara, eða um 4,5 milljónir króna. Sá bíll á að fara í framleiðslu eftir um 2 ár. Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent
Tesla Motors í Bandaríkjunum munu afhenda fyrstu eintökin af Model X jepplingi sínum til nýrra kaupenda í lok þessa mánaðar og með því endar sú langa bið sem eftir bílnum hefur verið. Fjölmargir hafa pantað þennan nýja bíl Tesla og nokkrir þeirra eru hér á landi og er það rafmagnsbílaseljandinn Even sem flytja mun þá bíla til landsins. Árið 2012 tilkynnti Tesla um framleiðslu Model X bílsins og er því nokkuð langt um liðið frá því og hefur Tesla margoft frestað útkomu hans en Elon Musk forstjóri Tesla hefur fremur viljað afhenda fullkomlega útfærðan bíl en flýta komu hans. Tesla vinnur nú að framleiðslu mun ódýrari bíls frá fyrirtækinu sem fengið hefur nafnið Model 3 og á að kosta aðeins 35.000 dollara, eða um 4,5 milljónir króna. Sá bíll á að fara í framleiðslu eftir um 2 ár.
Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent