„Þetta var ævintýri lífs míns“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. september 2015 10:34 Jón, eða Brói eins og hann er yfirleitt kallaður, í hlutverki sínu í auglýsingunni. mynd/skjáskot úr auglýsingunni „Þetta var ævintýri lífs míns að fá að fara þarna út og taka þátt í þessu,“ segir Jón F. Benónýsson en hann er í aðalhlutverki í nýrri auglýsingu Icelandair. Auglýsingin var frumsýnd fyrir leik Hollands og Íslands í gær og vakti talsverða lukku. Auglýsingin hefst á erlendri grund þar sem Jón kveður konu sína og leggur í ferðalag. Undir ómar sigurlag Ítalíu úr Eurovision keppninni árið 1964 en þá söng hin sextán ára Gigliola Cinquetti lagið Non ho l'etá eftir Mario Panzeri. Ári síðar snaraði Ólafur Gaukur Þórhallsson textanum yfir á íslensku og Ellý Vilhjálmsdóttir söng það inn á samnefnda plötu. Íslenska útgáfa lagsins tekur við um miðbik auglýsingarinnar er flugvél Icelandair snertir flugbraut Keflavíkurflugvallar. Mikil keyrsla í miklum hita „Það var haft samband við mig og ég var spurður hvort ég hefði áhuga á að leika í þessari auglýsingu. Það vantaði mann sem gæti leikið en væri ekki þjóðþekktur. Í upphafi vildu þeir fá mig suður í prufur en ég hafði engan tíma fyrir slíkt,“ segir Jón. Hann, ásamt syni sínum, brá á það ráð taka prufuna upp og senda suður. Tveimur dögum síðar var hann ráðinn. „Þetta var hellings keyrsla. Fjörutíu stiga hiti og mikil keyrsla allan daginn.“ Jón er ekki ókunnur myndavélum eða leiksviði. Hann leikur til að mynda í verðlaunamyndinni Hrútum eftir Grím Hákonarson og hefur leikið talsvert í áhugaleikhúsum norðan heiða. Hann lék einnig í Leikfélagi Akureyrar, til að mynda í Útlaganum, í fáein ár fyrir hátt í fjörutíu árum síðan. „Þá ætlaði ég að slá í gegn,“ segir Jón kíminn. „Það tók mig um fjörutíu ár að komast á kortið sem sýnir einfaldlega að maður á aldrei að gefast upp. Þetta skilar sér alltaf á endanum.“ Auglýsinguna má sjá hér að neðan auk fáeinna viðbragða við henni. @Icelandair fékk gæsahúð við að horfa á þetta, frábær auglýsing!— Finnbogi Finnbogason (@Finnbo_13) September 3, 2015 Alltaf græt ég yfir Icelandair auglýsingum— Runa Sigurdardottir (@runasig) September 3, 2015 Mikið var þetta fín #icelandair auglýsing! Ég er svo impóneruð að ég ætla til útlanda í næstu viku.— Sunna V. (@sunnaval) September 3, 2015 Fréttir af flugi Icelandair Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Hugljúf auglýsing Icelandair vekur athygli Ný auglýsing Icelandair hefur vakið mikla athygli á internetinu og þykir hún mjög hugljúf. 30. nóvember 2014 11:37 Hugljúfa auglýsingin tekin upp á flugvelli sem Icelandair flýgur ekki til Auglýsingin er tekin upp í Berlín og sést meðal annars í flugvél Icelandair á Tegel-flugvellinum þar í borg. Athygli vekur að Icelandair flýgur ekki til Berlínar og flugvélar flugfélagsins því sjaldgæf sjón á flugvellinum. 2. desember 2014 11:51 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
„Þetta var ævintýri lífs míns að fá að fara þarna út og taka þátt í þessu,“ segir Jón F. Benónýsson en hann er í aðalhlutverki í nýrri auglýsingu Icelandair. Auglýsingin var frumsýnd fyrir leik Hollands og Íslands í gær og vakti talsverða lukku. Auglýsingin hefst á erlendri grund þar sem Jón kveður konu sína og leggur í ferðalag. Undir ómar sigurlag Ítalíu úr Eurovision keppninni árið 1964 en þá söng hin sextán ára Gigliola Cinquetti lagið Non ho l'etá eftir Mario Panzeri. Ári síðar snaraði Ólafur Gaukur Þórhallsson textanum yfir á íslensku og Ellý Vilhjálmsdóttir söng það inn á samnefnda plötu. Íslenska útgáfa lagsins tekur við um miðbik auglýsingarinnar er flugvél Icelandair snertir flugbraut Keflavíkurflugvallar. Mikil keyrsla í miklum hita „Það var haft samband við mig og ég var spurður hvort ég hefði áhuga á að leika í þessari auglýsingu. Það vantaði mann sem gæti leikið en væri ekki þjóðþekktur. Í upphafi vildu þeir fá mig suður í prufur en ég hafði engan tíma fyrir slíkt,“ segir Jón. Hann, ásamt syni sínum, brá á það ráð taka prufuna upp og senda suður. Tveimur dögum síðar var hann ráðinn. „Þetta var hellings keyrsla. Fjörutíu stiga hiti og mikil keyrsla allan daginn.“ Jón er ekki ókunnur myndavélum eða leiksviði. Hann leikur til að mynda í verðlaunamyndinni Hrútum eftir Grím Hákonarson og hefur leikið talsvert í áhugaleikhúsum norðan heiða. Hann lék einnig í Leikfélagi Akureyrar, til að mynda í Útlaganum, í fáein ár fyrir hátt í fjörutíu árum síðan. „Þá ætlaði ég að slá í gegn,“ segir Jón kíminn. „Það tók mig um fjörutíu ár að komast á kortið sem sýnir einfaldlega að maður á aldrei að gefast upp. Þetta skilar sér alltaf á endanum.“ Auglýsinguna má sjá hér að neðan auk fáeinna viðbragða við henni. @Icelandair fékk gæsahúð við að horfa á þetta, frábær auglýsing!— Finnbogi Finnbogason (@Finnbo_13) September 3, 2015 Alltaf græt ég yfir Icelandair auglýsingum— Runa Sigurdardottir (@runasig) September 3, 2015 Mikið var þetta fín #icelandair auglýsing! Ég er svo impóneruð að ég ætla til útlanda í næstu viku.— Sunna V. (@sunnaval) September 3, 2015
Fréttir af flugi Icelandair Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Hugljúf auglýsing Icelandair vekur athygli Ný auglýsing Icelandair hefur vakið mikla athygli á internetinu og þykir hún mjög hugljúf. 30. nóvember 2014 11:37 Hugljúfa auglýsingin tekin upp á flugvelli sem Icelandair flýgur ekki til Auglýsingin er tekin upp í Berlín og sést meðal annars í flugvél Icelandair á Tegel-flugvellinum þar í borg. Athygli vekur að Icelandair flýgur ekki til Berlínar og flugvélar flugfélagsins því sjaldgæf sjón á flugvellinum. 2. desember 2014 11:51 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Hugljúf auglýsing Icelandair vekur athygli Ný auglýsing Icelandair hefur vakið mikla athygli á internetinu og þykir hún mjög hugljúf. 30. nóvember 2014 11:37
Hugljúfa auglýsingin tekin upp á flugvelli sem Icelandair flýgur ekki til Auglýsingin er tekin upp í Berlín og sést meðal annars í flugvél Icelandair á Tegel-flugvellinum þar í borg. Athygli vekur að Icelandair flýgur ekki til Berlínar og flugvélar flugfélagsins því sjaldgæf sjón á flugvellinum. 2. desember 2014 11:51