Dýraverndarstarf á Íslandi Hallgerður Hauksdóttir og Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar 3. september 2015 09:00 Velferð dýra er málefni alls almennings. Dýr eru á ábyrgð bæði einstaklinga og samfélagsins með svipuðum hætti og börn. Það er samfélagsins að grípa inn í þegar einstaklingar fara illa með dýr eða börn, en í eðli sínu eru öll velferðarmál samfélagsmál. Margt fólk leggur í ríkum mæli tíma og elju í félagsstarf sem miðar að aukinni velferð dýra, enda er flestu venjulegu fólki í brjóst borin eðlileg samúð gagnvart minni máttar. Undanfarin ár hafa mörg ný félög og hreyfingar um málefni dýra orðið til sem er mikið ánægjuefni. Vettvangur Fésbókar skapar oft líflegar umræður sem þúsundir manna taka þátt í, sem dæmi um það má nefna síðurnar Hundasamfélagið og Kettir á facebook, sem telja báðar á annan tug þúsunda fylgjenda. Fjölmargar fleiri fésbókarsíður fjalla um málefni dýra. Upp úr slíkri flóru og víðar spretta bæði hugmyndir og ný samtök um málefni dýra. Við þekkjum mörg Dýrahjálp Íslands sem var stofnuð árið 2008, en félagið hefur aðstoðað við að finna heimili fyrir hátt í fimm þúsund selskapsdýr frá stofnun. Ganga má út frá því að allmörg þeirra hafi fyrir tilstuðlan félagins eignast nýtt heimili en ella hefðu verið aflífuð. Þegar Dýrahjálp var stofnuð var minna um að fólk væri að fá sér stálpuð dýr og segja má að landslagið hafi breyst mjög í kjölfar starfsemi félagsins, hvað möguleika eldri dýra varðar. Gott starf Kattholts og Fuglaverndar eru dæmi um gamalgróna félagastarfsemi sem flestir þekkja og þau halda sínum takti vel. Sem dæmi um yngri félög má nefna Félag ábyrgra hundaeigenda og svo starfsemi félaga eins og Villikatta og Kisukots á Akureyri, en það síðastnefnda þáði styrk frá Dýraverndarsambandi Íslands nú í vor fyrir frábært starf og elju í þágu veglausra katta á Akureyri. Linda Karen Gunnarsdóttir meðstjórnandi Dýraverndarsambands Íslands Öll félögin eiga skilið virðinguDýraverndarsambandið hefur starfað óslitið frá árinu 1914 við ýmsar aðstæður í íslensku þjóðfélagi. Í upphafi snerust málefni þess svo til eingöngu um búfé, en villt dýr bættust fljótlega við og svo málefni selskapsdýra eftir því sem þeim fjölgaði í samfélaginu. Félagið starfar á málefnalegum grunni og kemur að gerð laga- og reglugerða um dýr, auk þess að stuðla að gagnlegri umræðu um velferð dýra og að láta sig einstök mál varða. DÍS er frjáls félagasamtök, en félög af þessu tagi veita nauðsynlegt aðhald. Öll þessi félög og starfsemi eiga virðingu skilið og við fögnum þeirri grósku sem einkennir þetta starf. Allt starf í þágu dýravelferðar er raunar fagnaðarefni og vert að styðja við það. Dýraverndarsambandið leggur mikla áherslu á að hugmyndir um velferð dýra nái til sem flestra og þess vegna erum við ætíð málefnaleg í okkar nálgun og leggjum áherslu á samvinnu við alla þá sem starfa í anda félagsins. Við leggjum áherslu á góða meðferð dýra hvar sem maðurinn heldur þau eða kemur að umhverfi þeirra, óháð öðrum sjónarmiðum um dýrahald. Við vinnum samkvæmt þeirri sannfæringu okkar að velferð dýra sé samfélagsmál sem allir eiga að láta sig varða. Við vonum að allir sem lesi þetta láti sig velferð dýra varða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgerður Hauksdóttir Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Velferð dýra er málefni alls almennings. Dýr eru á ábyrgð bæði einstaklinga og samfélagsins með svipuðum hætti og börn. Það er samfélagsins að grípa inn í þegar einstaklingar fara illa með dýr eða börn, en í eðli sínu eru öll velferðarmál samfélagsmál. Margt fólk leggur í ríkum mæli tíma og elju í félagsstarf sem miðar að aukinni velferð dýra, enda er flestu venjulegu fólki í brjóst borin eðlileg samúð gagnvart minni máttar. Undanfarin ár hafa mörg ný félög og hreyfingar um málefni dýra orðið til sem er mikið ánægjuefni. Vettvangur Fésbókar skapar oft líflegar umræður sem þúsundir manna taka þátt í, sem dæmi um það má nefna síðurnar Hundasamfélagið og Kettir á facebook, sem telja báðar á annan tug þúsunda fylgjenda. Fjölmargar fleiri fésbókarsíður fjalla um málefni dýra. Upp úr slíkri flóru og víðar spretta bæði hugmyndir og ný samtök um málefni dýra. Við þekkjum mörg Dýrahjálp Íslands sem var stofnuð árið 2008, en félagið hefur aðstoðað við að finna heimili fyrir hátt í fimm þúsund selskapsdýr frá stofnun. Ganga má út frá því að allmörg þeirra hafi fyrir tilstuðlan félagins eignast nýtt heimili en ella hefðu verið aflífuð. Þegar Dýrahjálp var stofnuð var minna um að fólk væri að fá sér stálpuð dýr og segja má að landslagið hafi breyst mjög í kjölfar starfsemi félagsins, hvað möguleika eldri dýra varðar. Gott starf Kattholts og Fuglaverndar eru dæmi um gamalgróna félagastarfsemi sem flestir þekkja og þau halda sínum takti vel. Sem dæmi um yngri félög má nefna Félag ábyrgra hundaeigenda og svo starfsemi félaga eins og Villikatta og Kisukots á Akureyri, en það síðastnefnda þáði styrk frá Dýraverndarsambandi Íslands nú í vor fyrir frábært starf og elju í þágu veglausra katta á Akureyri. Linda Karen Gunnarsdóttir meðstjórnandi Dýraverndarsambands Íslands Öll félögin eiga skilið virðinguDýraverndarsambandið hefur starfað óslitið frá árinu 1914 við ýmsar aðstæður í íslensku þjóðfélagi. Í upphafi snerust málefni þess svo til eingöngu um búfé, en villt dýr bættust fljótlega við og svo málefni selskapsdýra eftir því sem þeim fjölgaði í samfélaginu. Félagið starfar á málefnalegum grunni og kemur að gerð laga- og reglugerða um dýr, auk þess að stuðla að gagnlegri umræðu um velferð dýra og að láta sig einstök mál varða. DÍS er frjáls félagasamtök, en félög af þessu tagi veita nauðsynlegt aðhald. Öll þessi félög og starfsemi eiga virðingu skilið og við fögnum þeirri grósku sem einkennir þetta starf. Allt starf í þágu dýravelferðar er raunar fagnaðarefni og vert að styðja við það. Dýraverndarsambandið leggur mikla áherslu á að hugmyndir um velferð dýra nái til sem flestra og þess vegna erum við ætíð málefnaleg í okkar nálgun og leggjum áherslu á samvinnu við alla þá sem starfa í anda félagsins. Við leggjum áherslu á góða meðferð dýra hvar sem maðurinn heldur þau eða kemur að umhverfi þeirra, óháð öðrum sjónarmiðum um dýrahald. Við vinnum samkvæmt þeirri sannfæringu okkar að velferð dýra sé samfélagsmál sem allir eiga að láta sig varða. Við vonum að allir sem lesi þetta láti sig velferð dýra varða.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun