Ari Freyr Skúlason og Hallgrímur Jónasson voru í sigurliði OB sem vann 2-0 sigur á Viborg í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Kenneth Zohore kom OB yfir undir lok fyrri hálfleiks og Lasse Kryger tryggði OB sigurinn á 83. mínútu.
Serge Deble var svo rekinn af velli á 84. mínútu í liði Viborg, en ekki urðu mörkin fleiri. OB í fimmta sætinu með þrettán stig.
Ari Freyr og Hallgrímur spiluðu allan leikinn sem fyrr hjá OB, en Viborg er í ellefta sætinu með átta stig.

