Innlent

Íslenska ríkið sýknað af stefnu Fanneyjar Bjarkar

Birgir Olgeirsson skrifar
Fanney Björk og Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður.
Fanney Björk og Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður. Vísir/GVA
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af stefnu Fanneyjar Bjarkar Ásbjörnsdóttur. Fanney stefndi ríkinu sem synjar henni um nauðsynlega lyfjameðferð við lifrarbólgu C en hún veiktist af sjúkdómnum við blóðgjöf eftir barnsburð árið 1983.

Á Íslandi eru notuð lyfin Interferon og Ribavirin við lifrarbólgu C en þau lyf eru talin úrelt í nágrannalöndum okkar. Meðferðin er sem fyrr segir 48 vikur, er afar erfið og hefur í för með sér miklar aukaverkanir líkt og var í tilfelli Fanneyjar.

Lyfjameðferðin sem Fanney vill fara í tekur átta vikur og það eru um 95 prósenta líkur á því að læknast af sjúkdómnum en af hinum lyfjunum eru líkurnar 70 prósent.

Fanney hefur verið í sambandi við lækni í Svíþjóð og komist að því að lyfin kosti 7-10 milljónir. Auk þess er meðferðin laus við aukaverkanir. Íslenska ríkið neitaði henni hins vegar um að taka þátt í þessum kostnaði og bar við fjárskort.

Fanney hefur áfrýjað þessum dómi Héraðsdóms til Hæstaréttar Íslands. Hægt er að lesa dóminn hér.


Tengdar fréttir

Fær ekki nauðsynleg lyf til að ná bata af lifrarbólgu C

Fanney Björk smitaðist af lifrarbólgu C við blóðgjöf eftir barnsburð árið 1983 en greindist ekki fyrr en árið 2010. Hún hefur fengið neitun um að fá lyf sem myndu líklega hjálpa henni að ná bata af sjúkdóminum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×