Jón Arnór, sem fór á kostum með karlalandsliðinu á Evrópumótinu í Berlín, sagði í samtali við Vísi í kvöld að skoðunin hefði gengið vel. Nú tæki við einn frídagur á morgun áður en hann æfir með nýjum liðsfélögum sínum á föstudag.
„Ég fékk einn aukafrídag,“ sagði Jón Arnór sem kenndi sér aðeins í hægra hné eftir tapið gegn Ítölum í hörkuleik í Berlín. Meiðslin höfðu þó lítil áhrif á frammistöðu hans gegn Serbum og Tyrkjum.

„Það þurfti aðeins að sprauta í hnéð,“ sagði Jón Arnór sem fór í segulómskoðun vegna meiðslanna. Þar fékkst staðfest að ekkert alvarlegt væri á ferðinni heldur myndaðist aðeins bólga og vökvi vegna núnings hnéskeljar við brjóskið.
Jón Arnór hélt utan til Valencia í gær og hitti þá nýju liðsfélagana. Jón Arnór þekkir ágætlega til í Valencia en hann samdi við félagið, sem þá hét Pamesa Valencia, til þriggja ára sumarið 2006. Hann átti þó erfitt uppdráttar þar meðal annars vegna meiðsla á ökkla sem hann varð fyrir í landsleik og yfirgaf félagið í febrúar 2007.
Landsliðsmaðurinn samdi til þriggja mánaða við spænska félagið en telja má afar líklegt að félagið vlji tryggja sér þjónustu hans til lengri tíma áður en langt um líður. Jón Arnór var kjörinn íþróttamaður ársins í janúar síðastliðnum en hann leikur nú með ellefta liði sínu á fjórtán ára atvinnumannaferli.
Að neðan má sjá Jón Arnór í læknisskoðuninni í dag.
Le presentaremos el viernes en el KM.0 del “Circuit 5K Jardí del Túria”. Tramo 11 bajo puente Ángel Custodio. ¿Te...
Posted by Valencia Basket Club on Wednesday, September 16, 2015