Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.
Lærisveinar José Mourinho hafa verið í vandræðum í upphafi tímabils en þeir höfðu mikla yfirburði gegn ísraelsku meisturunum á Stamford Brigde í kvöld.
Willian kom Chelsea yfir á 15. mínútu en níu mínútum áður hafði Eden Hazard skotið hátt yfir markið úr vítaspyrnu.
Chelsea fékk aðra vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks og þá var Oscar sendur á punktinn og Brasilíumaðurinn skoraði af öryggi.
Diego Costa og Cesc Fábregas bættu svo mörkum við í seinni hálfleik og öruggur sigur Chelsea staðreynd.