Þingmaður Pírata gagnrýnir samkomulag rétthafa og fjarskiptafyrirtækja Aðalsteinn Kjartansson skrifar 16. september 2015 12:23 Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, gagnrýnir samkomulagið Íslenskir rétthafar í samstarfi við helstu fjarskiptafyrirtæki landsins hafa náð samkomulagi um framkvæmd og túlkun lögbanns þar sem lokað verður á síður sem gera út á ólöglega dreifingu á afþreyingarefni á netinu. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, gagnrýnir samkomulagið og segir farið framhjá dómstólum við lokun þessara vefsíðna. „Mér lýst náttúrulega bara mjög illa á þetta. Þetta er bara ritskoðun og þarna á sér stað það sem heitir „public-private partnership“ á ensku þar sem einkafyrirtæki, sem sagt rétthafar, eru að gera með sér samning um eitthvað sem dómstólar og lögregluvaldið, eða framkvæmdavaldið, á að vera að sinna,“ segir hún. Lögbannið sem samkomulagið byggir á var sett í Hæstarétti þann 14. október í fyrra, en þá var aðgangi að síðunum Deildu.net og Pirate Bay lokað. „Þarna sýnist mér verið að nota dóm sem fordæmi fyrir því að það eigi að loka öðrum vefsíðum án þess að það fari fyrir dómara sérstaklega út af því að þær hafa einhverja meinta starfsemi, eins og að deila höfundarréttarvörðu efni,“ segir hún. Ásta bendir á að deilisíður séu í raun ekkert annað en leitarvélar og að niðurstöðurnar leiði fólk ekki bara að höfundaréttarvörðu efni. „Þarna er verið að auðvelda fólki að leita, þetta er svona svipað og Google og Yahoo, þannig að af hverju ekki bara að fara alla leið og loka bara öllum leitarsíðum?“ spyr hún. Ásta segist ekki eiga von á öðru en að málið komið til umræðu á Alþingi. „Þetta er náttúrulega bara algjörlega ótækt, í raun og veru, að þarna sé verið að taka fram fyrir hendur dómsvaldsins á Íslandsi. Og það hefur bara sýnt sig – og ítrekað – að það að loka svona síðum eins og er verið að gera þarna virkar ekki. Þarna er ekki verið að taka niður það efni sem er verið að deila, sem er brotið, heldur er verið að búa til svona grunnan vegg sem auðvelt er að fara framhjá,“ segir hún. Alþingi Tengdar fréttir Loka á vefsíðurnar óháð hýsingu þeirra Rétthafasamtök hafa náð samkomulagi við helstu fjarskiptafyrirtæki landsins um hvernig lögbannið verði túlkað og framfylgt. 16. september 2015 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Sjá meira
Íslenskir rétthafar í samstarfi við helstu fjarskiptafyrirtæki landsins hafa náð samkomulagi um framkvæmd og túlkun lögbanns þar sem lokað verður á síður sem gera út á ólöglega dreifingu á afþreyingarefni á netinu. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, gagnrýnir samkomulagið og segir farið framhjá dómstólum við lokun þessara vefsíðna. „Mér lýst náttúrulega bara mjög illa á þetta. Þetta er bara ritskoðun og þarna á sér stað það sem heitir „public-private partnership“ á ensku þar sem einkafyrirtæki, sem sagt rétthafar, eru að gera með sér samning um eitthvað sem dómstólar og lögregluvaldið, eða framkvæmdavaldið, á að vera að sinna,“ segir hún. Lögbannið sem samkomulagið byggir á var sett í Hæstarétti þann 14. október í fyrra, en þá var aðgangi að síðunum Deildu.net og Pirate Bay lokað. „Þarna sýnist mér verið að nota dóm sem fordæmi fyrir því að það eigi að loka öðrum vefsíðum án þess að það fari fyrir dómara sérstaklega út af því að þær hafa einhverja meinta starfsemi, eins og að deila höfundarréttarvörðu efni,“ segir hún. Ásta bendir á að deilisíður séu í raun ekkert annað en leitarvélar og að niðurstöðurnar leiði fólk ekki bara að höfundaréttarvörðu efni. „Þarna er verið að auðvelda fólki að leita, þetta er svona svipað og Google og Yahoo, þannig að af hverju ekki bara að fara alla leið og loka bara öllum leitarsíðum?“ spyr hún. Ásta segist ekki eiga von á öðru en að málið komið til umræðu á Alþingi. „Þetta er náttúrulega bara algjörlega ótækt, í raun og veru, að þarna sé verið að taka fram fyrir hendur dómsvaldsins á Íslandsi. Og það hefur bara sýnt sig – og ítrekað – að það að loka svona síðum eins og er verið að gera þarna virkar ekki. Þarna er ekki verið að taka niður það efni sem er verið að deila, sem er brotið, heldur er verið að búa til svona grunnan vegg sem auðvelt er að fara framhjá,“ segir hún.
Alþingi Tengdar fréttir Loka á vefsíðurnar óháð hýsingu þeirra Rétthafasamtök hafa náð samkomulagi við helstu fjarskiptafyrirtæki landsins um hvernig lögbannið verði túlkað og framfylgt. 16. september 2015 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Sjá meira
Loka á vefsíðurnar óháð hýsingu þeirra Rétthafasamtök hafa náð samkomulagi við helstu fjarskiptafyrirtæki landsins um hvernig lögbannið verði túlkað og framfylgt. 16. september 2015 07:00
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent