Stöð 2 Sport mun í kvöld bjóða upp á öll mörk kvöldsins um leið og þau gerast á einum stað í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu en keppnin hefst í kvöld.
Breki Logason mun sjá um þáttinn en honum til aðstoðar í kvöld verða þeir Arnar Gunnlaugsson og Gunnleifur Gunnleifsson.
Munu þeir fylgjast með öllum leikjunum samtímis og skipta yfir á leiki um leið og eitthvað marktækt gerist í þeim.
Hefst útsending 18:15 og eru áhorfendur hvattir til þess að taka þátt í umræðunni á #CL365 á Twitter.
Sjáðu öll mörkin í Meistaradeildinni á einum stað
