Förðunin á tískuvikunni í New York: Sunnudagur Ritstjórn skrifar 14. september 2015 17:30 Victoria Beckham Glamour/getty Tískuvikan er í fullum gangi í New York. Á sunnudag sýndu meðal annarrra Victoria Beckham, Derek Lam, Diane Von Furstenberg og Prabal Gurung. Förðunin hjá Victoriu Beckham var í sérstöku uppáhaldi hjá ritstjórn Glamour. Nude eða mattar appelsínurauðar varir, falleg húð, þykkar augabrúnir og settlegt highlight í augnkrókunum setti punktinn yfir i-ið.Diane Von FurstenbergFörðunin hjá Diane Von Furstenberg var því miður ekki í eins miklu uppáhaldi. Förðunarmeistarinn Pat McGrath valdi bláan og grænan augnskugga með metal-áferð sem urðu aðeins of mikið með krulluðu hárinu og blómahárskrautinu. Okkur dauðlangar samt í varalitinn!ThakoonFörðunin hjá Thakoon er með þeim betri sem við höfum séð á síðustu sýningum. Húðin alveg fullkomin, augabrúnirnar passlega miklar og svo gerir hvíti augnblýanturinn í vatnslínunni mjög mikið, án þess að vera of.Jenny PackhamTúrkísblár augnskuggi og rauður varalitur er alltaf vafasöm blanda, líkt og sást síðast á pöllunum hjá Céline fyrir haustið 2015. Það var heldur ekki að slá í gegn á sýningu Jenny Packham á sunnudag. Glamour Fegurð Mest lesið Marokkósk páskaveisla að hætti Oddnýjar Glamour Hagnaður Adidas náði yfir milljarð evra í fyrsta sinn Glamour Fann 18 ára gamlan bíómiða við gerð línunnar Glamour Upplifun að ganga tískupallinn fyrir Oscar de la Renta Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Íslenskir sundbolir og saltskrúbbur sameinast í fallegri sýningu Glamour Flatbotna skór bannaðir í Cannes Glamour Millie Bobby Brown er fyrsta andlit Calvin Klein undir stjórn Raf Simons Glamour Segir meðgönguna bjóða upp á fjölbreyttari fatastíl Glamour Smekkbuxurnar mættar aftur Glamour
Tískuvikan er í fullum gangi í New York. Á sunnudag sýndu meðal annarrra Victoria Beckham, Derek Lam, Diane Von Furstenberg og Prabal Gurung. Förðunin hjá Victoriu Beckham var í sérstöku uppáhaldi hjá ritstjórn Glamour. Nude eða mattar appelsínurauðar varir, falleg húð, þykkar augabrúnir og settlegt highlight í augnkrókunum setti punktinn yfir i-ið.Diane Von FurstenbergFörðunin hjá Diane Von Furstenberg var því miður ekki í eins miklu uppáhaldi. Förðunarmeistarinn Pat McGrath valdi bláan og grænan augnskugga með metal-áferð sem urðu aðeins of mikið með krulluðu hárinu og blómahárskrautinu. Okkur dauðlangar samt í varalitinn!ThakoonFörðunin hjá Thakoon er með þeim betri sem við höfum séð á síðustu sýningum. Húðin alveg fullkomin, augabrúnirnar passlega miklar og svo gerir hvíti augnblýanturinn í vatnslínunni mjög mikið, án þess að vera of.Jenny PackhamTúrkísblár augnskuggi og rauður varalitur er alltaf vafasöm blanda, líkt og sást síðast á pöllunum hjá Céline fyrir haustið 2015. Það var heldur ekki að slá í gegn á sýningu Jenny Packham á sunnudag.
Glamour Fegurð Mest lesið Marokkósk páskaveisla að hætti Oddnýjar Glamour Hagnaður Adidas náði yfir milljarð evra í fyrsta sinn Glamour Fann 18 ára gamlan bíómiða við gerð línunnar Glamour Upplifun að ganga tískupallinn fyrir Oscar de la Renta Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Íslenskir sundbolir og saltskrúbbur sameinast í fallegri sýningu Glamour Flatbotna skór bannaðir í Cannes Glamour Millie Bobby Brown er fyrsta andlit Calvin Klein undir stjórn Raf Simons Glamour Segir meðgönguna bjóða upp á fjölbreyttari fatastíl Glamour Smekkbuxurnar mættar aftur Glamour