Íslenska kvennalandsliðið hóf í dag undirbúninginn fyrir undankeppni EM 2017 sem hefst á þriðjudaginn eftir viku en liðið leikur æfingarleik gegn Slóvakíu á fimmtudaginn.
Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var mættur á æfingu íslenska liðsins og smellti af myndunum sem sjá má í myndaalbúminu hér fyrir ofan.
Ekki var annað að sjá en að Stelpurnar okkar væru vel stemmdar fyrir leikina sem framundan eru en Ísland mætir Hvíta-Rússlandi í fyrsta leik, liðinu sem kemur úr þriðja styrkleikaflokk.
