Erlent

Ráðherrar ræða flóttamannavandann

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/epa
Ráðherrar Evrópusambandsríkjanna munu koma saman til neyðarfundar í Brussel í dag til að ræða hvað hægt sé að gera til að leysa flóttamannavandann í álfunni. Reynt verður að finna frekari lausn á hvernig dreifa megi flóttamönnum um Evrópu og hvernig hægt verði að fá allar þjóðir til að taka deila ábyrgðinni.  Of mikið álag sé á Grikklandi, Ítalíu og Ungverjalandi og að koma þurfi allt að 160 þúsund flóttamönnum sem þar dveljast til annarra landa innan Evrópu á næstu tveimur árum.

Í gær ákváðu Þjóðverjar að herða landamæraeftirlit við landamæri Þýskalands og Austurríkis og sögðu landið að þolmörkum komið.  Þá er jafnframt unnið að því að reisa fjögurra metra háan vegg á landamærum Ungverjalands í þeim tilgangi að halda flóttafólki frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×