Hafa skal það sem sannara reynist Guðríður Arnardóttir skrifar 14. september 2015 07:00 Kjarasamningar framhaldsskólakennara hafa orðið ýmsum að yrkisefni síðustu daga og þrátt fyrir rómaða geðprýði get ég ekki lengur orða bundist. Helstu verkalýðsforkólfar landsins sem og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins virðast nefnilega vera þeirrar skoðunar að þessir samningar okkar hafi komið af stað skriðu sem nú ógnar efnahagslegum stöðugleika. Þannig eiga samningar okkar að hafa lagt línur fyrir gerðardóm og þar með launahækkanir BHM og hjúkrunarfræðinga. Til upprifjunar þá skrifuðu framhaldsskólakennarar undir kjarasamning þann 4. apríl á síðasta ári sem fól í sér uppsafnaða 30% launahækkun á samningstímanum, út október 2016. Ég er reyndar almennt þeirrar skoðunar að við sem stöndum í fylkingarbrjósti verkalýðsbaráttu í landinu (því öll erum við verkalýður sama hvaða prófgráður leynast í handraðanum) eigum að standa saman í stað þess að ráðast hvert gegn öðru, því ég kalla það ekkert annað en árásir þegar forystufólk annarra stéttarfélaga úttalar sig með þessum hætti um kjarasamninga annarra. Við fyrstu sýn má mögulega telja vel í lagt, þ.e. launahækkanir okkar framhaldsskólakennara. En skoðum samningsforsendur okkar og sérfræðinga á hinum almenna markaði nánar.Launaskrið lítið sem ekkert Í aðdraganda kjarasamninga vorið 2014 var unnið með gögn fá árinu 2012 og 2011. Á þeim tíma voru regluleg dagvinnulaun sérfræðinga á almennum markaði rúmum 72% hærri en framhaldsskólakennara. Já sjötíuogtvöprósent! Þrátt fyrir tæplega 16% uppsafnaða launahækkun á árinu 2014 munaði enn 58% á meðaldagvinnulaunum þessara sömu hópa. Það er nefnilega þannig að nokkrir hópar opinberra starfsmanna, þar á meðal kennarar, semja jafnt um lágmarks- og hámarkslaun. Kjarasamningar á almennum markaði, t.d. hjá VR og ASÍ, tryggja lágmarkslaun og sýna gögn að rétt um 5% félagsmanna VR eru á lágmarkstöxtum. Í kjarasamningum framhaldsskólakennara vorið 2014 var í fyrsta skipti viðurkennd sú staðreynd að launaskrið meðal kennara er lítið sem ekki neitt. Aftur og aftur hafa þessar stéttir dregist aftur úr í launum og mátt heyja harða baráttu fyrir sínu, samt stöndum við nú sem fyrr langt að baki félögum okkar á almenna markaðinum þegar kemur að launakjörum. Ég vísa því algjörlega út í hafsauga að kennarar á öllum skólastigum beri einhverja ábyrgð á efnahagslegum óstöðugleika. Ég óska öðrum launþegum alls góðs, sem og forystufólki annarra vinnandi stétta, og vildi óska að okkur tækist að reka hvert um sig kjarabaráttu án þess að tala hvert annað niður. Eitt veit ég þó fyrir víst – framhaldsskólakennarar eru enn eftirbátar í launum í samanburði við launþega á almennum markaði svo það er óþarfi að sjá ofsjónum yfir prósentuhækkunum sem enn eru langt frá því að brúa leiðina frá okkur til þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Kjarasamningar framhaldsskólakennara hafa orðið ýmsum að yrkisefni síðustu daga og þrátt fyrir rómaða geðprýði get ég ekki lengur orða bundist. Helstu verkalýðsforkólfar landsins sem og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins virðast nefnilega vera þeirrar skoðunar að þessir samningar okkar hafi komið af stað skriðu sem nú ógnar efnahagslegum stöðugleika. Þannig eiga samningar okkar að hafa lagt línur fyrir gerðardóm og þar með launahækkanir BHM og hjúkrunarfræðinga. Til upprifjunar þá skrifuðu framhaldsskólakennarar undir kjarasamning þann 4. apríl á síðasta ári sem fól í sér uppsafnaða 30% launahækkun á samningstímanum, út október 2016. Ég er reyndar almennt þeirrar skoðunar að við sem stöndum í fylkingarbrjósti verkalýðsbaráttu í landinu (því öll erum við verkalýður sama hvaða prófgráður leynast í handraðanum) eigum að standa saman í stað þess að ráðast hvert gegn öðru, því ég kalla það ekkert annað en árásir þegar forystufólk annarra stéttarfélaga úttalar sig með þessum hætti um kjarasamninga annarra. Við fyrstu sýn má mögulega telja vel í lagt, þ.e. launahækkanir okkar framhaldsskólakennara. En skoðum samningsforsendur okkar og sérfræðinga á hinum almenna markaði nánar.Launaskrið lítið sem ekkert Í aðdraganda kjarasamninga vorið 2014 var unnið með gögn fá árinu 2012 og 2011. Á þeim tíma voru regluleg dagvinnulaun sérfræðinga á almennum markaði rúmum 72% hærri en framhaldsskólakennara. Já sjötíuogtvöprósent! Þrátt fyrir tæplega 16% uppsafnaða launahækkun á árinu 2014 munaði enn 58% á meðaldagvinnulaunum þessara sömu hópa. Það er nefnilega þannig að nokkrir hópar opinberra starfsmanna, þar á meðal kennarar, semja jafnt um lágmarks- og hámarkslaun. Kjarasamningar á almennum markaði, t.d. hjá VR og ASÍ, tryggja lágmarkslaun og sýna gögn að rétt um 5% félagsmanna VR eru á lágmarkstöxtum. Í kjarasamningum framhaldsskólakennara vorið 2014 var í fyrsta skipti viðurkennd sú staðreynd að launaskrið meðal kennara er lítið sem ekki neitt. Aftur og aftur hafa þessar stéttir dregist aftur úr í launum og mátt heyja harða baráttu fyrir sínu, samt stöndum við nú sem fyrr langt að baki félögum okkar á almenna markaðinum þegar kemur að launakjörum. Ég vísa því algjörlega út í hafsauga að kennarar á öllum skólastigum beri einhverja ábyrgð á efnahagslegum óstöðugleika. Ég óska öðrum launþegum alls góðs, sem og forystufólki annarra vinnandi stétta, og vildi óska að okkur tækist að reka hvert um sig kjarabaráttu án þess að tala hvert annað niður. Eitt veit ég þó fyrir víst – framhaldsskólakennarar eru enn eftirbátar í launum í samanburði við launþega á almennum markaði svo það er óþarfi að sjá ofsjónum yfir prósentuhækkunum sem enn eru langt frá því að brúa leiðina frá okkur til þeirra.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun