Nýr jepplingur frá Borgward Finnur Thorlacius skrifar 11. september 2015 16:29 Borgward BX7 jepplingurinn er sláandi líkur Audi Q5. Borgward er þýskur bílaframleiðandi í Stuttgart sem varð gjaldþrota fyrir um hálfri öld síðan og framleiddi bíla ætlaða millistéttinni. Nú er búið að vekja aftur upp þetta lítt kunna bílamerki og það með stuðningi frá kínverskum fjárfesti. Fyrsti bíllinn frá þeim eftir uppvakninguna er þessi Borgward BX7 jepplingur sem er sláandi líkur Audi Q5 og einmitt beint gegn honum. Hann á að kosta samt miklu minna en Audi Q5, eða 30.000 dollara, 10.000 minna en Q5. Bíllinn er að mörgu leiti svipað búinn og Q5, með 2,0 lítra forþjöppudrifna vél sem skilar 200 hestöflum, er fjórhjóladrifinn og með 7 gíra tveggja kúplinga DSG sjálfskiptingu. Einnig má fá bílinn sem Plug-In-Hybrid bíl. Bíllinn er með 360 gráðu myndavél, 12,3 tommu aðgerðaskjá og innbyggt WiFi. Hann er einnig með árekstrarvara, skriðstilli og búnað sem varar við hættu vegna gangandi vegfarenda. Ekki kemur fram hvort bíllinn er smíðaður í Stuttgart eða í Kína. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent
Borgward er þýskur bílaframleiðandi í Stuttgart sem varð gjaldþrota fyrir um hálfri öld síðan og framleiddi bíla ætlaða millistéttinni. Nú er búið að vekja aftur upp þetta lítt kunna bílamerki og það með stuðningi frá kínverskum fjárfesti. Fyrsti bíllinn frá þeim eftir uppvakninguna er þessi Borgward BX7 jepplingur sem er sláandi líkur Audi Q5 og einmitt beint gegn honum. Hann á að kosta samt miklu minna en Audi Q5, eða 30.000 dollara, 10.000 minna en Q5. Bíllinn er að mörgu leiti svipað búinn og Q5, með 2,0 lítra forþjöppudrifna vél sem skilar 200 hestöflum, er fjórhjóladrifinn og með 7 gíra tveggja kúplinga DSG sjálfskiptingu. Einnig má fá bílinn sem Plug-In-Hybrid bíl. Bíllinn er með 360 gráðu myndavél, 12,3 tommu aðgerðaskjá og innbyggt WiFi. Hann er einnig með árekstrarvara, skriðstilli og búnað sem varar við hættu vegna gangandi vegfarenda. Ekki kemur fram hvort bíllinn er smíðaður í Stuttgart eða í Kína.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent