Pavel: Biðjum til guðs að þau fari ekki ofan í körfuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2015 11:30 Pavel var öflugur í sóknarleiknum í gær. Vísir/Valli Pavel Ermolinskij átti sinn besta leik í sókninni í gær þegar Ísland tapaði á móti Spánverjum á Evrópumótinu í körfubolta. Íslenska liðið fékk að kenna á því inn í teig þar sem spænska liðið fór mikið inn á NBA-stjörnurnar sínar Pau Gasol og Nikola Mirotic. „Þeir vita að það er erfitt fyrir þá að ráðast á okkur utan frá vegna þess að við erum litlir og höldum þeim fyrir framan okkur. Við erum veikir undir körfunni og þeir reyna að búa til allt spil út frá stóru körlunum," sagði Pavel Ermolinskij um þá taktík Spánverjanna að ráðast alltaf á íslenska teiginn. „Við vitum það og þeir vita það. Við vitum hvað þeir eru að gera og lifum með þessum skotum fyrir utan og biðjum til guðs að þau fari ekki ofan í. Það er það eina sem við getum gert með okkar mannskap og okkar hæð," sagði Pavel. „Það er ekkert að fara að breytast og vonandi hittum við bara á dag á morgun þar sem þeir eru að klikka fyrir utan, allt fer ofan í hjá okkur og við skilum bara sigri," sagði Pavel um leikinn við Tyrki í dag. Þetta er síðasti leikur íslenska liðsins á mótinu en jafnframt sá fimmti á aðeins sex sögum. Pavel hefur skorað sex þriggja stiga körfur í síðustu tveimur leikjum og er kominn á fullt inn í mótið hvað varðar sóknarleikinn. „Það liggur mikið á ákveðnum mönnum í liðinu í því að skila stigum. Það er gott að geta hjálpað þeim svo að það sé nú bara af og til. Að taka smá pressu af þeim því við verðum að gera það. Þegar þeir eru að standa sína pligt að hinir í liðinu séu að setja niður opnu skotin þegar við fáum þau," sagði Pavel. Pavel Ermolinskij er með 5,0 stig, 3,5 fráköst og 1,3 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu fjórum leikjum sínum á EM. Hann hefur enn ekki skorað tveggja stiga körfu en hefur hitt úr 6 af 14 skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna sem gerir 42,9 prósent skotnýtingu fyrir utan. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Pavel: Veit ekki hvort ég mátti gefa treyjuna? Pavel Ermolinskij kveikti í íslenska liðinu gegn því spænska á Evrópumótinu í körfubolta í kvöld þegar hann setti niður þrjár þriggja stiga körfur á stuttum tíma í fyrri hálfleik. 9. september 2015 22:44 Hörður Axel: Ætlum að koma út úr þessu móti með sigur "Við ætlum að reyna að koma út úr þessu móti með sigur. Við gefum allt í þennan leik gegn Tyrkjum og það er ekki morgundagur eftir morgundaginn. Nú getum við keyrt okkur alveg gjörsamlega út," segir Hörður Axel. 10. september 2015 11:00 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Sjá meira
Pavel Ermolinskij átti sinn besta leik í sókninni í gær þegar Ísland tapaði á móti Spánverjum á Evrópumótinu í körfubolta. Íslenska liðið fékk að kenna á því inn í teig þar sem spænska liðið fór mikið inn á NBA-stjörnurnar sínar Pau Gasol og Nikola Mirotic. „Þeir vita að það er erfitt fyrir þá að ráðast á okkur utan frá vegna þess að við erum litlir og höldum þeim fyrir framan okkur. Við erum veikir undir körfunni og þeir reyna að búa til allt spil út frá stóru körlunum," sagði Pavel Ermolinskij um þá taktík Spánverjanna að ráðast alltaf á íslenska teiginn. „Við vitum það og þeir vita það. Við vitum hvað þeir eru að gera og lifum með þessum skotum fyrir utan og biðjum til guðs að þau fari ekki ofan í. Það er það eina sem við getum gert með okkar mannskap og okkar hæð," sagði Pavel. „Það er ekkert að fara að breytast og vonandi hittum við bara á dag á morgun þar sem þeir eru að klikka fyrir utan, allt fer ofan í hjá okkur og við skilum bara sigri," sagði Pavel um leikinn við Tyrki í dag. Þetta er síðasti leikur íslenska liðsins á mótinu en jafnframt sá fimmti á aðeins sex sögum. Pavel hefur skorað sex þriggja stiga körfur í síðustu tveimur leikjum og er kominn á fullt inn í mótið hvað varðar sóknarleikinn. „Það liggur mikið á ákveðnum mönnum í liðinu í því að skila stigum. Það er gott að geta hjálpað þeim svo að það sé nú bara af og til. Að taka smá pressu af þeim því við verðum að gera það. Þegar þeir eru að standa sína pligt að hinir í liðinu séu að setja niður opnu skotin þegar við fáum þau," sagði Pavel. Pavel Ermolinskij er með 5,0 stig, 3,5 fráköst og 1,3 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu fjórum leikjum sínum á EM. Hann hefur enn ekki skorað tveggja stiga körfu en hefur hitt úr 6 af 14 skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna sem gerir 42,9 prósent skotnýtingu fyrir utan.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Pavel: Veit ekki hvort ég mátti gefa treyjuna? Pavel Ermolinskij kveikti í íslenska liðinu gegn því spænska á Evrópumótinu í körfubolta í kvöld þegar hann setti niður þrjár þriggja stiga körfur á stuttum tíma í fyrri hálfleik. 9. september 2015 22:44 Hörður Axel: Ætlum að koma út úr þessu móti með sigur "Við ætlum að reyna að koma út úr þessu móti með sigur. Við gefum allt í þennan leik gegn Tyrkjum og það er ekki morgundagur eftir morgundaginn. Nú getum við keyrt okkur alveg gjörsamlega út," segir Hörður Axel. 10. september 2015 11:00 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Sjá meira
Pavel: Veit ekki hvort ég mátti gefa treyjuna? Pavel Ermolinskij kveikti í íslenska liðinu gegn því spænska á Evrópumótinu í körfubolta í kvöld þegar hann setti niður þrjár þriggja stiga körfur á stuttum tíma í fyrri hálfleik. 9. september 2015 22:44
Hörður Axel: Ætlum að koma út úr þessu móti með sigur "Við ætlum að reyna að koma út úr þessu móti með sigur. Við gefum allt í þennan leik gegn Tyrkjum og það er ekki morgundagur eftir morgundaginn. Nú getum við keyrt okkur alveg gjörsamlega út," segir Hörður Axel. 10. september 2015 11:00